gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Fyrsti ritskýrandinn?

09.32 14/6/07 + 2 ath.

Ein er sú persóna Gamla testamentisins sem engan veginn hefur hlotið þá athygli sem hún á skilið, ekki síst í ljósi þess að stundum hefur verið rætt um hana sem fyrsta ritskýrandann. Áfram…

Áhugavert viðtal við J.Moltmann um von og þjáningu

13.04 11/6/07 + 2 ath.

Óhætt er að segja að heimsókn guðfræðingsins kunna J. Moltmanns hingað til lands hafi skilað miklu til guðfræðinga og annarra áhugamanna um kristna trú hér á landi. Í Morgunblaðinu í gær (s. 40-41) er að finna opnuviðtal við Moltmann sem veitir býsna góða innsýn í guðfræði hans og mótun. Þar með koma guðfræðiskoðanir hans fyrir sjónir enn fleiri Íslendinga en ella. Áfram…

“Harrin er hirði mín.” Gluggað í færeysku Biblíuna

11.58 5/6/07 + 4 ath.

Í Færeyjaferð minni um hvítasunnuhelgina keypti ég mér færeyska Biblíu sem ég hafði enga átt áður. Mér hefur þótt einkar fróðlegt að glugga í hana. Það leynir sér ekki að allvíða er orðalag mótað af íslensku þýðingunni frá 1912. Áfram…

Vonin blíð – vakandi manns draumur

08.04 4/6/07 + 2 ath.

Í tilefni af heimsókn J. Moltmanns til landsins tók ég að velta fyrir mér notkun hugtaksins von í íslensku máli en vonin er lykilhugtak í guðfræði Moltmanns. Sagt hefur verið að fegursta bókarheiti á íslensku sé Vonin blíð, sem Elías Mar íslenskaði úr Det gode håb færeyska rithöfundarins William Heinesens. Undir það get ég tekið. Áfram…

Hvað skyldu Moltmann og Peres eiga sameiginlegt?

23.28 31/5/07 + 2 ath.

Síðastliðinn rúman sólarhring hef ég af og til verið að lesa mér dálítið til um annars vegar þýska guðfræðinginn  Jürgen Moltmann (f. 1926) og hins vegar hinn kunna ísraelska stjórnmálamann Shimon Peres (f. 1923). Ég komst að því að þeir eiga sér sameiginlegan áhrifavald. Áfram…

Einn kunnasti guðfræðingur samtímans á Íslandi

13.01 30/5/07 + 1 ath.

Það hefur ekki farið mjög hátt að væntanlegur er til landsins einhver kunnasti guðfræðingur heimsins á sviði samstæðilegrar guðfræði, þ.e. Jurgen Moltmann. Á föstudaginn kemur kl. 12:00 mun Moltmann flytja erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirskrift erindisins er “The Crucified God. A Theology of the Cross”. Allir eru velkomnir. Áfram…

Sr. Valdimar Briem með tíu sálma í færeysku sálmabókinni

13.04 29/5/07 + 2 ath.

Ég gluggaði dálítið í færeysku sálmabókina um hvítasunnuna og vakti athygli mína að allmargir sálmar eru í bókinni eftir íslenska höfunda í færeyskri þýðingu. Þar ber sálmaskáldið góðkunna frá Stóra-Núpi, sr. Valdimar Briem (1848-1930), höfuð og herðar yfir öll önnur íslensk sálmaskáld. Áfram…

Fyrirhuguð ferð á Biblíuslóðir í haust

23.31 21/5/07 + 3 ath.

Meðal þess sem Hið íslenska Biblíufélag er með í undirbúningi í tilefni af útkomu nýrrar Biblíu í haust er ferð í fótspor Páls postula, þ.e. ferð til Tyrklands, og er ráðgert að hún verði dagana 13.-23. október. Áfram…

Skáldlegasta versið í íslenskum sálmakveðskap?

22.07 2/4/07 + 12 ath.

Mitt uppáhalds sálmaskáld hefur lengi verið sr. Valdimar Briem (1848-1930). Ég hlýt því að leggja við hlustir þegar hann kveður upp dóm um það hvert sé skáldlegasta versið í íslenskum sálmakveðskap. Áfram…

Að lesa spámenn Gt. eins og markaskrána

00.41 6/2/07 + 1 ath.

“Margur les spámennina eins og hann sé að lesa markaskrána.” Þannig kemst Þórir Kr. Þórðarson (1924-1995) m.a. að orði í stuttu en læsilegu fjölriti sínu Inngangsfræði spámannaritanna (2. útg. 1979, 23 bls.). Í tengslum við námskeið mitt í ritskýringu spámannaritanna nú í vor hef ég verið að glugga í það sem ég á í fórum mínum frá fyrirrennara mínum í starfi dr. Þóri Kr. um þessi efni og er þar víða komist skemmtilega að orði, eins og honum einum var lagið.

Áfram…

Madeleine Albright og trúarbragðafræðin

08.02 17/12/06

“Diplómatar þurfa að læra trúarbragðafræði.” Þessi er skoðun Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það kom fram í einstaklega fróðlegu erindi hennar á ráðstefnu American Academy of Religion and Society of Biblical Literature í Washington D.C. 18.-21. nóvember síðastliðinn. Þessa ráðstefnu sótti ég ásamt tveimur starfssyskinum mínum við guðfræðideild, þeim dr. Arnfríði Guðmundsdóttur dósent og dr. Einari Sigurbjörnssyni prófessor. Áfram…

Hógværð, húmor og heiðarleiki

08.07 17/5/06 + 1 ath.

Minn gamli nemandi, vinur og samverkamaður Þorkell Ágúst Óttarsson vitnar í mig á vefsíðu sinni, nánar tiltekið í bréf sem ég hafði skrifað honum og var búinn að gleyma. Þar hafði ég sagt að þeir þrír eiginleikar sem ég mæti mest í fari fólks væru hógværð, húmor og heiðarleiki, há-in þrjú sem ég kallaði svo. Áfram…

Um Bonhoeffer, Sífru og Púu (prédikun)

07.06 10/2/06 + 4 ath.

“Ein þjóð tekur að kúga aðra.” Það voru upphafsorð prédikunar sem ég flutti í vikulegri guðsþjónustu guðfræðinema í kapellu Háskóla Íslands í hádeginu í gær. Ég lagði út af texta 2. Mósebókar 1:13-21 um þrælkun Egypta á Ísraelsmönnum. Textinn varð mér tilefni til að minnast guðfræðingsins merka Dietrich Bonhoeffers (1906-1945) en síðastliðinn laugardag voru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Ég bar lífshlaup hans saman við það sem 2. Mósebók hefur að segja um ljósmæðurnar hugprúðu Sífru og Púu. Áfram…

Myndbannið og íslam – Hver móðgar mest?

07.50 7/2/06 + 3 ath.

Ekkert lát er á mótmælum í hinum múslimska heimi vegna teikninga sem birtust í dönsku dreifbýlisblaði fyrr í vetur. Í hinum vestræna heimi er fólk fyrst og fremst undrandi og reynir að skilja hvað hafi eiginlega gerst. Ótal álitsgjafar eru kallaðir í viðtöl eða koma sjálfviljugir fram á sjónarsviðið og gera sitt til að upplýsa málið. Mér sýnist ljóst að þessar myndbirtingar hefðu aldrei valdið slíkum úlfaþyt ef ástandið hefði ekki verið óvenjulega viðkvæmt fyrir í samskiptum ólíkra menningarheima.

Áfram…

· Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli