gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Frestur vegna náms á vormisseri framlengdur

15.42 14/11/08 - 0 ath.

Háskóli íslands mun gera sitt til að liðka til fyrir þeim sem kunna að vilja hefja háskólanám um áramótin vegna atvinnumissis í kreppunni. Guðfræði- og trúarbragðadeild hefur farið yfir sitt námsframboð með þetta í huga og geta nemendur hafið nám eftir áramót, bæði í ýmsum námsleiðum grunnnámsins svo og í meistara- og doktorsnámi. Áfram…

Bambi Bixon heiðruð af guðfræðideild

09.39 25/8/08 - 0 ath.

Bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon var heiðruð með kaffisamsæti í síðstliðinni viku af guðfræðideild. Var hófið haldið í Skólabæ og viðstaddir voru flestir fastráðnir starfsmenn guðfræðideildar svo og fáeinir persónulegir vinir Bambi hér á landi. Áfram…

Enn ein bókagjöfin frá Beatrice Bixon

18.11 10/7/08 - 0 ath.

Helsti hollvinur guðfræðideildar H.Í. verður að teljast bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon sem hefur um langt árabil komið á hverju sumri færandi hendi til landsins með mikið magn bóka, einkum í biblíufræðum og gyðinglegum fræðum, og gefið deildinni/Háskólabókasafni. Áfram…

Gengið í minningu Prestaskólans

09.08 3/10/07 - 0 ath.

Í gær voru liðin 160 ár frá stofnun Prestaskólans. Af því tilefni fengu kennarar guðfræðideildar ásamt hópi nemenda sér göngutúr niður í bæ á söguslóðir Prestaskólans. Kristín Ingólfsdóttir rektor var svo elskuleg að slást í för með okkur. Áfram…

Fyrirlestur kl. 15 í dag um “Gyðinga sögur” og íslenska áheyrendur á 13. og 16. öld

10.06 24/9/07 + 2 ath.

Forvitnilegur fyrirlestur verður haldinn í Guðfræðistofnun í dag kl. 15. Það er dr. Svanhildur Óskarsdóttir sem flytur fyrirlestur er hún nefnir: “Gyðinga sögur” og íslenskir áheyrendur á 13. og 16. öld. Áfram…

Konur í miklum meirihluta fyrsta árs nema í guðfræðideild

21.32 5/9/07 + 2 ath.

Sú var tíðin að guðfræðideildin var einhver mesta karladeildin í Háskóla Íslands. Ekki þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna myndir þar sem allir nemendur og kennarar deildarinnar eru klæddir í jakkaföt og með hálsbindi. Sú tíð er löngu liðin.
Áfram…

Bækur Bixons voru afhentar í dag

23.05 26/6/07 - 0 ath.

Þær bækur sem Beatrice Bixon kom með til landsins á dögunum sem gjöf til guðfræðideildar og Háskólabókasafns/Landsbókasafns voru afhentar safninu í morgun. Áfram…

Kínversk stúlka meðal 18 kandídata úr guðfræðideild

09.50 16/6/07 - 0 ath.

Í dag verða átján kandídatar brautskráðir úr guðfræðideild og man ég ekki eftir svo fjölmennum hópi við eina brautskráningu  úr þessari elstu deild Háskólans. Hópurinn er samsettur af fólki sem er að ljúka ólíkum gráðum úr guðfræði, svo sem cand.theol.-gráðu, BA-gráðu og djáknaprófi. Áfram…

Fjölmenni á fyrirlestri Moltmanns

18.32 1/6/07 + 4 ath.

Það var býsna þétt setinn bekkurinn í hátíðasal Háskóla Íslands í dag þar sem þýski guðfræðingurinn nafntogaði J. Moltmann (f. 1926) flutti fyrirlestur sinn. Moltmann reyndist áheyrilegur í betra lagi og efni fyrirlesturs hans var hinn krossfesti Guð, sem er í raun endursögn á einni af þekktustu bókum hans. Áfram…

Enn höfðingleg bókagjöf frá Beatrice Bixon

13.15 22/8/06

Helsti hollvinur guðfræðideildar er tvímælalaust bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon frá New Haven. Enn eitt árið hefur hún komið færandi hendi og fært guðfræðideild/Háskólabókasafni mjög veglega bókagjöf. Áfram…

Á fund TRES-samtakanna í Uppsölum

05.05 30/3/06 + 3 ath.

Þá er ferðinni heitið til Uppsala á eftir. Þar munum við Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi í trúfræði, af hálfu guðfræðideildar taka þátt í fyrsta vinnufundi nýstofnaðra evrópskra samtaka yfir 50 guðfræðideilda og trúarbragðastofnana. Um er að ræða evrópsk netsamtök, skammstöfuð TRES (TEaching Religion in a multicultural European Society = Að kenna trú (trúarbrögð) í fjölmenningarsamfélögum Evrópu). Áfram…

Málþing Guðfræðistofnunar í dag: Guðfræðin og menningarrýnin

06.48 17/3/06

Málþing Guðfræðistofnunar verður haldið í dag og hefst kl. 13:30 í fyrirlestrasal Öskju. Yfirskrift þess er Guðfræðin og menningarrýnin. Margir af kennurum deildarinnar hafa á liðnum árum stundað rannsóknir á sviði menningarfræða og sjálfur hef ég haft áhrifasögu Gamla testamentisins sem aðaláhugamál á annan áratug. Erindi mitt nefni ég Móse og menningin. Það er harla víðtækt viðfangsefni og má raunar heiti óendanlegt. En ég mun einkum beina sjónum mínum að ýmis konar áhrifum Mósebóka hér á landi. Áfram…

Tungutal guðfræðinema?

08.59 18/1/06

Jón Hákon Magnússon, ágætur vinur minn, Rótarýfélagi og samstarfsmaður í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju, var í viðtali í Morgunblaðinu um helgina. Tilefnið var afmæli kynningar- og markaðsfyrirtækis hans KOM. Í viðtalinu kom fram að stærsta verkefnið sem fyrirtækið hefði fengið hefði verið umsjón með kynningarmálum á fundi Reagans og Gorbachovs hér um árið. Þar hefði starfsmönnum fyrirtækisins á nokkrum dögum verið fjölgað úr þremur í rúmlega sextíu. Guðfræðideildin kom óvænt við sögu í þessu viðtali. Áfram…

“Guðfræðideild í kröggum”

07.40 17/1/06 + 2 ath.

“Nemendur guðfræðideildar skora á ráðherra menntamála í landinu að bregðast við hinni alvarlegu stöðu elstu deildar Háskóla Íslands.” Þannig segir meðal annars í grein sem Stefán Einar Stefánsson, formaður Félags guðfræðinema, skrifar í Morgunblaðinu í dag (bls. 28). Það er ástæða til að þakka Stefáni Einari þessa grein. Við venjulegar aðstæður væri það vissulega óeðlilegt að kennari við guðfræðideild tæki því fagnandi að nemendur deildarinnar væru á opinberum vettvangi að láta í ljósi óánægju með námið í deildinni. En nú er fjárhagsstaða deildarinnar einfaldlega þannig að lengra verður ekki gengið í niðurskurði og ekki fer á milli mála að aðhaldsaðgerðir undanfarinna ára eru farnar að bitna mjög á starfi deildarinnar. Á því er formaður Félags guðfræðinema að vekja athygli en ekki að kvarta undan kennslunni sem slíkri. Áfram…

Enn ein bókagjöf Bambi Bixon

14.16 2/8/05

Óhætt er að segja að einn helsti hollvinur guðfræðideildar Háskóla Íslands sé bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon frá New Haven. Árlega kemur hún hingað til lands og dvelst hér yfir sumartímann. Hún kemur jafnan færandi hendi, með mikið magn bóka sem hún færir guðfræðideild og Háskólabókasafni að gjöf. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli