gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Nýskipan guðfræðinámsins í skoðun

00.02 1/6/05 + 1 ath.

Sú nýskipan guðfræðinámsins sem unnið hefur verið eftir í guðfræðideildinni frá hausti 2003 er nú til skoðunar að nýju. Farið er yfir ákveðin atriði í ljósi reynslunnar og líklegt er að niðurstaðan verði sú að einhverjar breytingar verði gerðar á hinni nýju skipan námsins. Áfram…

Ánægjuleg meistaraprófsvörn sr. Braga Friðrikssonar

09.22 28/4/05

Það var ánægjulegt að vera viðstaddur í fyrradag (26.4) er sr. Bragi Friðriksson varði meistaraprófsritgerð sína um sr. Pál Þorláksson (1849-1882), einn helsta frumherjann meðal Vestur-Íslendinga á upphafsárum þeirra vestra. Ritgerðina nefndi sr. Bragi ‘Fórnfús frumherji. Sr. Páll Þorláksson prestur íslenskra landnema í Vesturheimi.’ Sr. Bragi, sem sjálfur hefur þjónað sem prestur á Íslendingaslóðum vestra, hefur um árabil unnið að þessari ritgerð sinni og var ánægjulegt að sjá að því er nú farsællega lokið. Áfram…

Kjósum dr. Ágúst Einarsson prófessor sem rektor Háskóla Íslands

07.29 15/3/05

Ég hef mjög sterka og einlæga sannfæringu fyrir því að Háskóla Íslands sé best borgið næstu fimm árin með dr. Ágúst Einarsson prófessor sem rektor. Fyrir guðfræðideild tel ég það raunar skipta öllu máli að hann nái kjöri. Áfram…

Ánægjuleg heimsókn guðfræðideildar á Bessastaði

08.49 14/3/05

Guðfræðideild var í heimsókn á Bessastöðum í gær í boði forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Var sú heimsókn sérlega ánægjuleg í alla staði og forsetinn lék á alls oddi, rakti samskiptasögu guðfræðideildar og Bessastaða og sló jafnframt á létta strengi.

Áfram…

Nýjungar í starfsemi guðfræðideildar

12.17 28/2/05

Helsta nýjungin í starfsemi guðfræðideildar að undanförnu er hið þverfaglega nám í almennum trúarbragðafræðum sem 30 e aukagrein til BA-prófs. Sú reynsla sem komin er á þetta nám lofar góðu. Strax og nemendum fjölgar meira en þegar er orðið mun deildin stefna að því að auka þetta nám enn frekar. Á vel sóttri námskynningu Háskóla Íslands í gær spurðu mjög margir þeirra sem heimsóttu okkur í guðfræðideildinni út í þetta nám og sýndu því mikinn áhuga. Áfram…

Námskynning guðfræðideildar á morgun

10.07 26/2/05

Guðfræðideildin mun taka þátt í árlegri námskynningu Háskóla Íslands á morgun. Verður kynning deildarinnar í stofu V á annarri hæð í Aðalbyggingunni en stofa V hefur um langt árabil verið aðalkennslustofa guðfræðideildar. Áfram…

Dagskráin um hið heilaga 11. mars

09.32 26/2/05

Nú liggur fyrir dagskrá Guðfræðistofnunar um Hið heilaga 11. mars næstkomandi. Alls verða flutt sjö erindi og er óhætt að segja að viðfangsefnið er nálgast frá mjög ólíkum sjónarmiðum og raunar ólíkum fræðigreinum einnig. Ráðstefnan verður haldið í ráðstefnusal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst hún kl. 13 og er reiknað með að hún standi til kl. 17. Áfram…

Forsetinn lætur af störfum

10.27 3/7/04

Þegar ég starfaði við blaðamennsku um skeið var mér kennt að reyna að hafa fyrirsagnir áhugavekjandi. Það skipti miklu að fá lesendur blaðsins til að lesa fréttina og þá gat jafnvel verið réttlætanlegt að hafa ákveðna tvíræðni í fyrirsögninni sem e.t.v. mætti halda fram að væri villandi. Þannig er með fyrirsögnina á þessari færslu minni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur EKKI látið af störfum. Og ekki er ætlun mín hér að fara að blanda mér í þær leiðigjörnu deilur um hvort hann hafi hlotið góða kosningu eða slaka. Ég ætlaði aðeins að halda því til haga að síðastliðinn miðvikudagur (30. júní) var síðasti dagur minn í embætti forseta guðfræðideildar! Áfram…

Átta brautskráðust frá guðfræðideild

08.29 21/6/04

Þau sem brautskráðust frá guðfræðideild við brautskráningarathöfnina í Laugardalshóll síðastliðinn laugardag voru átta talsins. Þetta var síðasta brautskráningin sem ég stýri frá guðfræðideild því að þriggja ára deildarforsetatímabili mínu lýkur 1. júlí næstkomandi og tekur þá Einar Sigurbjörnsson, starfsbróðir minn, við deildarforsetastarfinu. Samsetning hópsins sem brautskráðist að þessu sinni frá guðfræðideild er til marks um þá breytingu sem orðið hefur á uppbyggingu námsins við deildina á liðnum árum. Áfram…

Guðfræðideild eins og draugabær í morgun

12.10 7/6/04

Guðfræðideildin var nánast eins og draugabær í morgun. Ásdís skrifstofustjóri var að vísu mætt á sína skrifstofu til að ganga frá ýmsum málum áður en hún fer í nokkurra daga frí. Ræddum við málin að venju en engir kennarar né nemendur úr deildinni voru á staðnum til að eiga orðastað við. Það er því ekki að furða að mér finnist sumarið yfirleitt besti tíminn til rannsóknastarfa uppi í Háskóla þó svo að sólin skíni oft utandyra og mann langi að hlaupa upp á eitthvert þeirra fjalla sem við blasa út um gluggann á vinnuherbergi mínu (sbr. Sl 121). Næðið er aldrei meira. Áfram…

Einhver viðamesta ráðstefna sem guðfræðideild HÍ hefur átt aðild að hér á landi

08.07 2/6/04

Norræn ráðstefna um trúarlífsfélagsfræði sem haldin verður dagana 19.-23. ágúst næstkomandi er einhver sú umfangsmesta sem guðfræðideild Háskóla Íslands eða einhver kennara hennar hefur átt aðild að hér á landi. Ráðstefnan hefur yfirskriftina „Ritualer – mellan privatreligion och offentlighet.” Allan heiður að undirbúningi ráðstefnunnar á dr. Pétur Pétursson prófessor og er óhætt að segja að ráðstefnan sé vel til þess fallin að beina sjónum fólks að trúarbragðafræðunum, en það hefur verið yfirlýst markmið okkar í guðfræðideildinni upp á síðkastið að efla það fræðasvið og styrkja. Við guðfræðideild er nú hægt að stunda þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum.

Áfram…

Hjalti Hugason tekur við ritstjórn Ritraðar Guðfræðistofnunar

20.15 27/5/04

Á stjórnarfundi í Guðfræðistofnun í dag var samþykkt að dr. Hjalti Hugason prófessor tæki við ritstjórn Ritraðar Guðfræðistofnunar þegar dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor baðst undan því að gegna því starfi áfram. Ástæðan til þeirrar beiðni er sú að Einar tekur við starfi forseta guðfræðideildar 1. júlí næstkomandi er ritari þessa pistils lætur af því starfi og sér fram á langþráð rannsóknarleyfi. Áfram…

Andlitslyfting á vef guðfræðideildar

18.17 27/5/04 + 3 ath.

Um þessar mundir er unnið að endurbótum á vef guðfræðideildar, sannkallaðri andlitslyftingu. Þó svo að breytingunni sé ekki lokið dylst ekki þeim sem kíkja á vefsíðuna http://gudfraedi.hi.is/ að umtalsverðar breytingar hafa þegar átt sér stað. Það er Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi í guðfræði og vefstjóri biskupsstofu, sem á mestan heiður að þessum breytingum. Ásamt honum höfum við Ásdís Guðmundsdóttir skrifstofustjóri og sr. Kristján Val Ingólfsson lektor unnið að breytingunum fram að þessu. Áfram…

Ákvörðun um skólagjöld við H.Í. frestað á ný

08.02 23/5/04

Ákvörðun um skólagjöld við Háskóla Íslands var enn á ný frestað á háskólafundinum s.l. föstudag (21.5 2004). Fyrir fundinum lá annars vegar tillaga um almenna heimild til skólagjalda og hins vegar tillaga frá Ágústi Einarssyni, forseta viðskipta- og hagfræðideildar, um heimild til skólagjalda í framhaldsnámi þeirra deilda sem ættu í samkeppni (en þar er átt við að hliðstæðar deildir hafi verið settar á stofn við aðra háskóla hér á landi). Áfram…

Lokaprédikun og kirkjukaffi

22.14 22/5/04

Í gær (21.5.2004) flutti Þorgeir Freyr Sveinsson lokaprédikun sína við guðfræðideild. Hafði hann fengið Lúkas 7.11-17 að prédikunartexta. Það er gömul hefð í guðfræðideildinni að embættisprófinu ljúki með því að verðandi kandídatar flytji lokaprédikun í kapellu Háskólans. Þessi hefð hefur staðið af sér reglugerðarbreytingar, nemendur vilja hafa þennan háttinn á. Nú er það nánast orðin hefð einnig að á eftir prédikuninni er boðið upp á kirkjukaffi í stofu 5, þ.e. aðalkennslustofu guðfræðideildar, gegnt kapellunni. Það finnst mér góður siður. Svo var einnig í gær og beið okkar veglegt kaffiborð að lokinni prédikun. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli