gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Ester í stað Esju

11.04 25/1/10 + 2 ath.

Þessa stundina er skyggnið út um gluggann hér í Bollagörðunum ekki meira en svo að Esjan sést ekki. Þangað verð ég því bara að fara “hugleiðina” eins og Gerður Kristný orðar það í snjöllu ljóði sínu “Strandir” sem ég minntist á í næstsíðustu færslu minni. En nú er það raunar drottningin Ester sem á hug minn allan. Þannig að Ester kemur í stað Esju. Áfram…

Góð kynning á gyðingdómi úr forgarði heiðingjanna

16.09 19/1/10 - 0 ath.

Undanfarið hef ég verið að lesa afar áhugaverða bók. Það eru örugglega bæði ár og dagur síðan bók á sviði trúarbragðafræða hefur kveikt jafnrækilega í mér og þessi. Um er að ræða bókina Common Prayers eftir hinn kunna guðfræðiprófessor Harvey Cox (f. 1929), sem öðlast heimsfrægð þegar árið 1965 með bók sinni Secular City. Áfram…

Obama bauð til páskamáltíðar Gyðinga í Hvíta húsinu

11.58 10/4/09 - 0 ath.

Ég las í Jerusalem Post í morgun að Barak Obama, Bandaríkjaforseti, hefði boðið til páskamáltíðar (”seder”) Gyðinga í Hvíta húsinu í gærkvöldi og mun það vera í fyrsta sinn í sögunni sem forseti Bandaríkjanna er gestgjafi við slíka máltíð. Sem áhugamanni um góð samskipti Gyðinga og kristinna manna finnst mér þetta í senn fréttnæmt og gleðilegt. Áfram…

Nótt Elie Wiesels væntanleg á íslensku

10.55 22/2/09 - 0 ath.

Það er mikið fagnaðarefni að loks skuli von á bók eftir Nóbelsverðlaunahafann Elie Wiesel á íslensku. Það er þekktasta bók hans, bókin Nótt sem kemur út síðari hlutann í mars. Í bókinni segir Wiesel af reynslu sinni af dvölinni í Auschwitz, útrýmingarbúðunum illræmdu. Áfram…

Munich á fyrstu Dec-sýningu ársins

09.28 9/1/09 - 0 ath.

Fyrsta sýning Deus ex cinema var í mínum höndum s.l. þriðjudagskvöld, þe. að kvöldi þrettándans. Ég hafði fyrir allnokkru ákveðið að sýna Munich, mynd Steven Spielbergs frá árinu 2005, enda vantar enn nokkuð á að allar myndir þessa frábæra leikstjóra hafi verið sýndar innan klúbbsins. Fékk myndin almennt góðar viðtökur viðstaddra þó vissulega væri haft á orði að hún væri á köflum nokkuð langdregin og fækka hefði mátt morðunum eitthvað. Áfram…

Hvernig hið illa sigrar – 70 ár frá Kristalnóttunni

23.27 9/11/08 + 2 ath.

Í dag eða í nótt öllu heldur (9.-10. nóv.) eru 70 ár liðin frá kristalnóttunni svokölluðu, þegar ofsóknir nasista á Þýskalandi tóku á sig nýja og áþreifanlega mynd og eftir það mátti öllum ljóst vera hvað nasistar ætluðu sér með gyðinga. Ráðist var á þúsundir verslana í eigu gyðinga svo og samkunduhús (sýnagógur) þeirra. Meira en 90 gyðingar létu lífi í árásunum og yfir 30 þúsund voru fluttir í þrælkunarbúðir.  Áfram…

Barnaskór í Auschwitz

22.01 27/10/08 - 0 ath.

Á laugardaginn var lá leið mín til staðar sem ber nafn sem tengt er meiri óhugnaði en flest önnur nöfn: Auschwitz. Ekki var því nein tilhlökkun tengd ferðinni sem farin var með hópi íslenskra ferðamanna sem fylltu eina rútu. Fólk er hljóðlátt á stað eins og þessum og ekki sér maður bros á andliti nokkurs þeirra fjölmörgu ferðamanna sem heimsækja staðinn. Áfram…

Til Póllands á óhuganlegar slóðir

04.08 23/10/08 + 1 ath.

Núna á eftir liggur leiðin til Póllands. Það er nánast annkannalegt að vera að fara úr landi við þær aðstæður sem ríkja hér á landi en ferðin var ákveðin, frágengin og borguð fyrir “fallið”. Áfram…

Leitin að syndaselum: Íslendingar í hlutverki Gyðinga?

09.01 10/10/08 + 1 ath.

Kreppan hér á landi er vissulega áhyggjuefni. Skrif erlendra fjölmiðla um Ísland valda mér þó enn meiri áhyggjum. Ég hef undanfarna daga og einkum í gær lesið mikið af útlendum netmiðlum og “gúgglað” heilmikið í leit að upplýsingum. Sá lestur og sú leit fyllir mann bölsýni. Áfram…

Enn ein bókagjöfin frá Beatrice Bixon

18.11 10/7/08 - 0 ath.

Helsti hollvinur guðfræðideildar H.Í. verður að teljast bandaríski gyðingurinn Beatrice (Bambi) Bixon sem hefur um langt árabil komið á hverju sumri færandi hendi til landsins með mikið magn bóka, einkum í biblíufræðum og gyðinglegum fræðum, og gefið deildinni/Háskólabókasafni. Áfram…

Alan Dershowitz á Íslandi

09.51 3/4/08 - 0 ath.

Það var ánægjulegt að hitta Harvard-lögfræðiprófessorinn kunna Alan Dershowitz í kvöldverðarboði sem honum var haldið til heiðurs s.l. þriðjudagskvöld. Áfram…

Kvöldstund í hlutverki Gyðings

00.15 22/11/07 + 2 ath.

Ég var í hlutverki Gyðings í kvöld. Gyðingdómur hefur lengi heillað mig og alloft hef ég tekið málstað Gyðinga þegar á þá hefur verið hallað ómaklega sem gerist oft, en að ég hafi beinlínis farið í hlutverk Gyðings hefur nú ekki gerst fyrr en í kvöld. Áfram…

Á leið til fyrirheitna landsins

12.16 28/8/07 + 1 ath.

Eftir rúman klukkutíma er ég á leið út á Keflavíkurflugvöll. Ferðinni er heitið til Fyrirheitna landsins, þ.e. Landsins helga (Ísraels). Um er er að ræða vinnuferð á vegum Hins íslenska biblíufélags og ferðafélagi minn er Ólafur Egilsson, stjórnarmaður í félaginu og fyrrverandi sendiherra. Áfram…

Óvænt gyðingleg kveðja frá Dubrovnik

23.10 29/7/07 - 0 ath.

“Shalom from Dubrovnik.” – Þegar ég reis úr rekkju í morgun beið mín óvænt gyðinglega kveðja frá Dubrovnik í Króatíu. Áfram…

Jórsalaför 1939: Gyðingar – Arabar

23.00 28/7/07 + 11 ath.

Bók guðfræðiprófessoranna Ásmundar Guðmundssonar (1888-1969) og Magnúsar Jónssonar (1887-1958) Jórsalaför. Ferðaminngar frá Landinu helga hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Læsileg bók og einkar fróðleg. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli