gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Stig gegn Króatíu færir okkar menn skrefi nær undanúrslitum

20.30 25/1/10 - 0 ath.

Áfram heldur íslenska handboltalandsliðið að skapa í senn ánægju meðal landsmanna og ekki síður spennu með góðum leik sínum á EM í Austurríki, já, oft á tíðum hreint frábærum leik. Þjálfari Króatíu óskaði Íslendingum til hamingju með góðan leik en hamingjuóskir til okkar Íslendinga yfirleitt hafa ekki verið fyrirferðarmiklar síðustu mánuðina! Þó að Ísland hafi leitt nær allan leikinn gegn hinu sterka liði Króatíu í dag , mest með 4 mörkum, voru okkar menn sæmilega sáttir með jafntefli í lokin. Sama átti við mig í sófanum! Áfram…

EM-handboltinn tekinn fram yfir DEC-kvöld

14.04 20/1/10 - 0 ath.

Fastur liður á þriðjudagskvöldum hjá mér er kvikmyndasýning í góðra vina hópi í félagsskapnum Deus ex cinema (Dec), sem stofnaður var í júlí árið 2000. Síðan þá höfum við horft saman á yfir 700 myndir í þeim tilgangi að skoða þær einkum af sjónarhóli trúar og guðfræði. Í gærkvöldi mætti ég ekki. Ástæðan var Evrópumótið í handhnattleik og þar voru Íslendingar að spila sinn fyrsta leik, eins og alþjóð veit. Áfram…

Enn sigrar Ísland á leiðinni á EM

14.47 16/1/10 - 0 ath.

Íslenska handboltalandsliðið hefur átt mikilli velgengni að fagna í æfingaleikjum sínum að undanförnu. Fyrst tveir sigrar á gríðarlegu sterku liði Þjóðverja á útivelli, síðan öruggur sigur á Portúgal hér heima og núna rétt áðan sigur á Spánverjum, einu besta liði heimsins,  á æfingamóti í París 30-27. Áfram…

Spurs fór á kostum og skoraði níu mörk!

17.13 22/11/09 - 0 ath.

Gt-fræðin urðu að víkja fyrir setu við sjónvarpstækið í eftirmiðdag. Eitthvað sagði mér að “mínir menn” í Tottenham myndu bjóða upp á skemmtun sem væri þess virði að horfa á. Og hvílík skemmtun. Mörkin gegn Wigan urðu níu aður en yfir lauk og eina mark Wigan-manna var auk þess ólöglegt. Áfram…

Glæstur sigur Selfyssinga í 1. deild

13.55 20/9/09 - 0 ath.

Vana mínum trúr hélt ég austur fyrir fjall í gær til að sjá síðasta leik sumarsins hjá sigursælu liði Selfyssinga í 1. deildinni í fótbolta. Haukar úr Hafnarfirði gátu náð Selfossi að stigum ef Selfoss tapaði sínum leik, gegn gamla stórveldi Skagamanna. Áfram…

Frábær stemmning í gærkvöldi – Selfoss í úrvalsdeild!

21.39 5/9/09 + 2 ath.

Ekki sá ég eftir því að hafa haldið enn eina ferðina austur fyrir fjall í gærkvöldi. Komið var að úrslitastund fyrir léttleikandi fótboltalið Selfyssinga. Möguleiki á að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu knattspyrnu á Selfossi. Ekki vildi ég missa af þeim tímamótum og sigurinn vannst með glæsibrag. Áfram…

Hagur Selfyssinga vænkast á ný

14.35 22/8/09 - 0 ath.

Það var ánægjulegt að skreppa austur fyrir fjall í gærkvöldi og sjá enn einn leik knattspyrnuliðs Selfyssinga í 1. deildinni. Nokkur skjálfti virtist kominn í Selfyssinga eftir heldur dapurt gengi að undanförnu þar sem gott forskot þeirra í deildinni var komið niður í eitt stig. En í gærkvöldi vannst góður 3-1 sigur á ágætu liði Leiknis úr Reykjavík. Áfram…

Úrhellisrigning í tapleik Selfyssinga á heimavelli

22.59 6/8/09 - 0 ath.

Það rigndi jafnt yfir réttláta og rangláta í leik Selfyssinga og HK á Selfossvelli í kvöld. Aðstæður vægast sagt sagt slæmar fyrir knattspyrnuleik og ekki bætti talsvert rok úr skák. Það fór svo að Selfyssingar töpuðu þessum þýðingarmikla leik gegn sterku liði HK, 1-2. Engu að síður heldur Selfoss sex stiga forystu í deildinni, hefur  32 stig en HK er komið í 2. sæti með 26 stig. Þessi lið hafa þó leikið einum leik fleiri en önnur lið deildarinnar. Áfram…

Hrollkalt á sigurleik Selfyssinga

22.59 24/7/09 - 0 ath.

Í þriðja sinna í sumar mætti ég á leik hjá 1. deildarliði Selfyssinga í gærkvöldi. Allir leikirnir hafa unnist og í gærkvöldi voru það ÍR-ingar sem máttu þola 0-2 tap gegn spræku liði Selfyssinga. Áfram…

Tími Selfyssinga loks runninn upp?

08.45 15/7/09 - 0 ath.

Selfyssingar stigu mikilvæg skref í þá átt að tryggja sér sæti í efstu deild íslenska fótboltans í gærkvöldi er þeir lögðu fyrrum stórveldi Skagamanna 2-1 uppi á Skaga í gærkvöldi og það undir stjórn gamla Skagamannsins og nafna míns Gunnlaugs Jónssonar. Já, kannski að tími Selfyssinga sé loks kominn! Áfram…

Þjóðarstoltið lifir í handboltanum

17.36 19/3/09 - 0 ath.

Enn einu sinni heldur handboltalandsliðið okkar áfram að gleðja mann. Árangur þess í gærkvöldi, glæsilegur útisigur gegn Makedóníu 29-26 kom á óvart því íslenska liðið var fyrirfram talið vængbrotið. Margir af lykilmönnum fjarverandi vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Þar við bætist að heimavöllur Makedóníu þykir einhver sá erfiðasti í Evrópu. Áfram…

Þjóðarstoltið lifir í íþróttunum – Besti árangur íslensks fótboltaliðs

21.00 30/10/08 + 1 ath.

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári með 3-0 sigri á Írum á Laugardalsvelli. Þetta er besti árangur sem íslenskst knattpspyrnulandslið hefur náð, þ.e. í fyrsta sinn sem íslenskt knattspyrnulið á sæti í úrslitakeppni. Áfram…

Handboltalandsliðið stendur fyrir sínu

00.07 30/10/08 - 0 ath.

Handboltalandsliðið okkar stóð fyrir sínu í kvöld þrátt fyrir að þrjá af bestu leikmönnunum úr silfurliðinu frá Peking vantaði. Tölurnar 40-21 tala sínu máli um yfirburði íslenska liðsins en fyrirfram var heldur ekki búist við mikilli mótspyrnu Belga sem teljast ekki til stórliða í þessari íþróttagrein. Áfram…

Seltirningar flagga fyrir silfrinu en lítið flaggað í höfuðborginni

18.04 24/8/08 - 0 ath.

Á ferð minni um Reykjavíkursvæðið áðan tók ég eftir því að það voru Seltirningar sem flögguðu áberandi mest fyrir silfurverðlaunum okkar manna á Olympíuleikunum í Peking. Þar í bæ var fáni á nánst hverri flaggstöng. Hins vegar sá ég mjög fáa fána í höfuðborginni sjálfri og ég renndi raunar í gegnum handboltabæinn gamla Hafnarfjörð og sá í fljótu bragði ekki annan fána þar en við Hafnarfjarðarkirkju. Áfram…

Logi skapar úr engu – enn af trúarlegu orðalagi í handbolta

17.10 22/8/08 - 0 ath.

Logi Geirsson átti stórleik með íslenska landsiðinu í dag eins og öll íslenska þjóðin veit væntanlega. Ég hef verið að elta uppi trúarlegt orðalag í tengslum við lýsingu frá Olympíuleikunum og Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska liðsins var á trúarlegum nótum þegar hann fjallaði um Loga að loknum glæstum sigri íslenska landsliðsins í undanúrslitum gegn Spáverjum (36-30) í dag þar sem Logi fór á kostum og skoraði sjö glæsileg mörk. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli