gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

“Guð blessi móðurina sem ól þig.” Ísland keppir um gull á ÓL

15.08 22/8/08 + 2 ath.

Trúarlega orðalagið heldur áfram í tengslum við sigurgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Olympíuleikunum í Peking. Yfirburðasigur áðan á Spánverjum í undanúrslitum, 36-30. Ekki gallalaus leikur eins og á móti Pólverjum, fjöldi dauðafæra fór forgörðum eftir flott hraðaupphlaup en svo öruggur sigur samt. Ég fullyrði að íslenska liðið hefur leikið best allra liða í keppninni og það er hreint ekki tilviljun að þeir hafi tryggt sér keppni um gullið. En vissulega eru Frakkarnir gríðarlega sterkir og  þeir unnu Króata sanngjarnt í morgun. En Ísland á svo sannarlega möguleika gegn þeim á sunnudagsmorgun og nú verður þjóðhátíð á Íslandi! Áfram…

Þurfti enga vekjaraklukku – Frábær sigur Íslands á Pólverjum

08.38 20/8/08 - 0 ath.

Ekki þurfti ég neina vekjaraklukku í morgun, slík var spennan vegna leiks Íslands og hinu sterka liði Póllands á Olympíuleikunum í Peking. Vaknaði fyrir kl. 5 og sá Frakka innsigla sigur á Rússum. Síðan var komið að leik okkar manna og ég vopnaður penna og blaði að venju til að halda allri tölfræði leiksins til haga. Íslenska liðið var sannarlega glaðvakandi frá byrjun og náði góðri forystu í byrjun (3-1 og 5-2) , og var  fimm mörkum í leikhléi (19-14) og þann mun náðu Pólverjar aldrei að vinna upp. Lokatölur 32-30. Áfram…

Fagnarðaróp í Grindaskörðum – 19. Strandarkirkjugangan

22.54 17/8/08 - 0 ath.

Við vorum með storminn í fangið í úrhellisrigningu í Grindaskörðum um kl. 14 í gær. Þetta var með erfiðari göngum sem ég hef gengið í árlegri Strandarkirkjugöngu hóps áhugamenna um það efni. Fyrsta gangan var árið 1990 og hefur verið gengið árlega síðan, ýmist annan eða þriðja laugardag í ágúst. Skyndilega kváðu við fagnaðaróp. Við vorum nokkrir sem höfðum gert hlé á göngunni til að hlýða á lokasekúndurnar í útvarpslýsingu frá handboltalandsleik Íslands og Danmerkur á ÓL í Peking (Beijing). Áfram…

Selvogsganga í stað Olympíuleika

07.51 16/8/08 - 0 ath.

Í dag geng ég mína árlegu Strandarkirkjugöngu (sem að hluta til er hin forna Selvogsgata). Það er nítjánda árið í röð sem ég geng þessa göngu. Upphafið er í Heiðmörk við Vífilsstaðahlíð. Hópurinn er að verulegu leyti sá sami og undanfarin ár, fimmtán manns og tveir hundar. Áfram…

Móse og handboltinn á ÓL

00.49 14/8/08 + 5 ath.

“Þýska vörnin opnaðist eins og Rauða hafið fyrir Móse.” Þannig komst íþróttafréttamaður sjónvarps að orði í lýsingu á glæsilegum sigurleik Íslendinga á heimsmeisturum Þjóðverja á Ólympíuleikunum í handbolta í gær (miðvikudag). Vísunin er í atburðina  sem greint er frá í 2. Mósebók k. 13-15 og flestir kannast við, jafnvel þó þeir séu ekki handgengnir Biblíunni. Áfram…

Selfoss – Sigur á æskuslóðum

23.25 18/7/08 - 0 ath.

Það var gaman að bregða sér austur fyrir fjall, á æskuslóðirnar og sjá spútniklið sumarsins, lið Selfoss, leggja Víkinga að velli 1-0 í gærkvöldi og þar með styrkja stöðu sína í 2. sæti 1. deildarinnar. Áfram…

Hvatt til skrílsláta í Höllinni

08.59 20/6/08 - 0 ath.

Ég hef um áratugaskeið verið áhugamaður um handbolta, en á síðari árum hefur áhuginn að mestu verið takmarkaður við íslenska karlalandsliðið. Áfram…

Flúgandi Hollendingar

13.09 14/6/08 + 1 ath.

EM í fótbolta hefur farið hættulega vel af stað í ár. Ég segi “hættulega” vegna þess að með sama áframhaldi mun keppnin taka meiri tími frá mér en ég ætlaði. Áfram…

EM-fótboltinn ruglaði svefninn

14.40 10/6/08 - 0 ath.

Fátt er verra en þegar hefðbundar svefnvenjur fara úr skorðum. Ég hef orðið fyrir því núna eins og stundum áður. Sökudólgurinn var leikur í EM í knattspyrnu í gær. Leikur Frakklands og Rúmeníu var svo leiðinlegur að ég steinstofnaði undir honum. Frétt hef ég af fleirum sem eins fór fyrir. Áfram…

Mínir menn í Spurs ekki af baki dottnir, 4 mörk gegn Chelsea

22.45 19/3/08 - 0 ath.

Nú þegar ég er farinn að skrifa aftur á annálinn eftir langlengsta hlé sem orðið hefur á skrifum mínum sem hófust 11. nóv. 2003 er ástæða til að hafa færslu um mitt uppáhaldslið Tottenham Hotspur. Síðasta færsla mín fyrir hléð var einmitt um það ágæta fótboltalið. Síðan hefur það unnið sigur í deildarbikarkeppninni, vann þar glæstan sigur á Chelsea í úrslitaleik 2-1. Áfram…

“Mínir menn” í Spurs skora mest

18.31 30/12/07 + 2 ath.

Fyrir stuðningsmenn Tottenham Hotspur í enska boltanum hafa fá tilefni gefist til að fagna á þessu leiktímabili. Sjálfur hef ég talist til stuðningsmanna þessa sögufræga félags í meira en fjóra áratugi. Áfram…

Hárrétt val á íþróttamanni ársins

12.05 29/12/07 - 0 ath.

Kjör íþróttamanns ársins hefur jafnan höfðað til mín og hef ég fylgst með niðurstöðum þess í áratugi. Þannig man ég þegar fyrsta konan hlaut titilinn árið 1964, handboltakonan Sigríður Sigurðardóttir árið 1964. Þær hafa ekki orðið margar síðan en nú mættist sú fjórða í hópinn og hafði ég spáð þeirri niðurstöðu fyrirfram: Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona úr Val (en alin upp í Vestamnnaeyjum). Raunar hef ég oftast spáð rétt um úrslitin, ekki þó í fyrra. Áfram…

60 ára afmælisgjöf knattspyrnuliðs Selfoss

17.37 15/9/07 + 5 ath.

Selfyssingar voru áðan að tryggja sér sæti í 1. deildinni í knattspyrnu í dag með 4-1 sigur á Magna á útivelli. Bæjarfélagið er núna um helgina að halda upp á 60 ára afmæli sitt svo þessi árangur knattspyrnuliðs Selfyssinga er bæjarbúum kærkomin afmælisgjöf. Áfram…

Glæsimark Emils gegn Spánverjum

15.49 9/9/07 + 4 ath.

Glæsimark Emils Hallvarðssonar gegn Spánverjum í úrhellisrigningunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi gladdi svo sannarlega augað. Drengurinn sá stóð sig frábærlega vel og kannski að Tottenham eigi eftir að iðrast þess að hafa selt hann án þess að gefa honum nokkru sinni tækifæri í aðalliði félagsins. Áfram…

Loks fagnað í Írak

22.07 29/7/07 - 0 ath.

Írakar hafa ekki haft mörg tilefni til að gleðjast á undanförnum mánuðum eða árum. Óvíða í heiminum hafa hörmungarnar verið jafn miklar, nær daglegar fréttir af mannfalli, langoftast vegna sjálfsvígsárása á almenna borgara. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli