gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Prófadagur

10.26 9/12/09 - 0 ath.

Eitt af því sem tengist aðventunni hjá mér sem kennara eru próf; að semja próf, að vitja nemenda á prófstað og loks að fara yfir próf og ritgerðir.

Í dag eru próf á báðum þeim námskeiðum sem ég hef kennt í haust, annars vegar í Ritskýringu G.t.: Spámenn og hins vegar í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea.
Ég vitjaði nemenda í fyrra prófinu áðan, þau sitja við frá kl. 9-12. Ég heyrði ekki annað en almennt væri gott í þeim hljóðið. Af 19 nemendum sem skráðir voru til prófs voru 18 mættir og teljast það býsna góðar heimtur.
Eftir hádegi heilsa ég svo upp á 1. árs nemendur sem taka prófið í Sögu, bókmenntum og þjóðfélagi Hebrea. Það er námsgrein sem fyrir allmörgum árum var sameinuð úr tveimur klassískum greinum, þ.e. sögu Ísraels og Inngangsfræði Gamla testamentisins. Þar eru 39 nemendur skráðir til leiks. Það verður því nóg að lesa á næstunni.

Af jólabókum hef ég enn lítið lesið, hef þau eignast Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson og ævisögu Jóns Leifs, Líf í tónum, eftir Árna Heimi Ingólfsson. Líst mér vel á báðar bækurnar við fyrstu sýn, en mun ekki lesa þær í gegn fyrr en nær dregur jólum.

Við kennslulok í Saltara

08.31 22/4/09 - 0 ath.

Þá er kennslu vormisseris lokið. Saltarinn, “mín bók” eins og ég hef talað um hana, var á dagskrá í ritskýringu Gamla testamentisins þetta misserið. Ég held að áherslur mínar hafi verið dálítið aðrar en stundum áður, meiri hugað að uppbyggingu sálmasafnsins og umfram allt gaf ég meiri gaum að harmsálmunum en áður. Áfram…

Frestur vegna náms á vormisseri framlengdur

15.42 14/11/08 - 0 ath.

Háskóli íslands mun gera sitt til að liðka til fyrir þeim sem kunna að vilja hefja háskólanám um áramótin vegna atvinnumissis í kreppunni. Guðfræði- og trúarbragðadeild hefur farið yfir sitt námsframboð með þetta í huga og geta nemendur hafið nám eftir áramót, bæði í ýmsum námsleiðum grunnnámsins svo og í meistara- og doktorsnámi. Áfram…

Ágúst Ólafur: Fetum í fótspor Finna

16.50 13/10/08 - 0 ath.

Ágúst Ólafur skrifar í dag stuttan en ágæta pistil á vefsíðu sinni þar sem hann leggur til að við förum að fordæmi Finna og leggðum höfðuðáherslu á menntakerfið í kreppunni. Áfram…

Tími ritgerðanna

09.15 24/4/08 - 0 ath.

Nú er tími ritgerðanna. Kennslu lokið en mikill og stór stafli af vandlega unnum ritgerðum bíður lesturs.

Áfram…

Próflestur kennarans og forhertir Seltirningar

15.22 19/12/07 + 16 ath.

Próflestur kennarans er með nokkuð öðrum hætti en nemandans. Sjálfur sit ég, kennarinn, þessa dagana og les af kappi prófúrlausnir nemenda minna. Það er yfirleitt ánægjuleg iðja þó það komi fyrir að slæm rithönd einstaka nemanda valdi pirringi, ég tala nú ekki um ef skrifað er með blýanti að auki. Áfram…

Júdít

10.10 13/11/07 - 0 ath.

Þessi kvinna ebresk ein / hefur Assúrs veldi / kunnað að valda mesta mein / og magn hans felldi.

Áfram…

Konur í miklum meirihluta fyrsta árs nema í guðfræðideild

21.32 5/9/07 + 2 ath.

Sú var tíðin að guðfræðideildin var einhver mesta karladeildin í Háskóla Íslands. Ekki þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna myndir þar sem allir nemendur og kennarar deildarinnar eru klæddir í jakkaföt og með hálsbindi. Sú tíð er löngu liðin.
Áfram…

Um upphaf kennslu í gamlatestamentisfræðum í haust

15.40 27/8/07 - 0 ath.

Haustmisserið í guðfræðideild hefst með samveru kennara og nemenda mánudaginn 3. september og kennsla hefst síðan daginn eftir samkvæmt stundaskrá. Sjálfur verð ég á leið til landsins á mánudaginn úr vinnuferð erlendis og hef fengið leyfi deildarforseta til að vera fjarstaddur er kynningarfundurinn fer fram.

Áfram…

Átti Guð eiginkonu? – Sjónarmið fornleifafræðings

10.59 20/7/07 + 4 ath.

Einhver kunnasti og áhrifamesti fornleifafræðingur á sviði fornleifa Miðausturlanda er Bandaríkjamaðurinn William G. Dever. Hann hefur skrifað bók með titli sem er líklegur til að selja bókina vel: Did God Have a Wife? Archaeology and Folk Religion in Ancient Near East (Grand Rapids 2005). Áfram…

Hebreska kvölds og morgna

09.33 18/7/07 - 0 ath.

Fyrir guðfræðinga og sérstaklega fyrir áhugamenn um biblíufræði er það sérlega gefandi að lesa hebresku kvölds og morgna. Það hef ég tamið mér nú í sumar og fengið mikið út úr því. Áfram…

Á söguslóðum Biblíunnar

21.22 8/7/07 - 0 ath.

Það er ekki á allra vitorði að til er á íslensku prýðileg bók um fornleifafræði Biblíunnar. Bókin sem ég á við var skrifuð af hinum kunna sjónvarpsmanni BBC Magnúsi Magnússyni sem lést í byrjun þessa árs (1929-2007). Bókin mun raunar ekki fáanleg í bókaverslunum lengur en vafalaust er hægt að hafa upp á henni hjá fornbókasölum og svo auðvitað á bókasöfnum. Áfram…

Áhugaverðar G.t.-ritgerðir sumarsins

21.34 7/6/07 - 0 ath.

Fátt er ánægjulegra í háskólakennslunni en að fylgjast með og leiðbeina nemendum í ritgerðarsmíð þeirra. Sex þeirra þeirra sem brautskrást frá deildinni í vor, ýmist með B.A- eða cand.theol.-gráðu, skrifuðu ritgerðir undir handleiðslu minni. Í sumar mun ég fylgjast með þremur spennandi ritgerðum og væntanlega leggja eitthvað á ráðin um efnistök og annað. Áfram…

Kennslubækur haustmisseris í G.t.-fræðum

16.17 25/5/07 + 4 ath.

Ég hef ákveðið að skipta út þeirri kennslubók sem kennd hefur verið um árabil í námskeiðinu Saga, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea, þ.e. bók B. Andersson, The Living World of the Old Testament. Áfram…

Fjölbreytilegar Gt-ritgerðir

09.51 22/5/07 - 0 ath.

Þessa dagana er ég að yfirfara fimm BA- og kjörsviðsritgerðir guðfræðinema. Allar eru þær að sjálfsögðu á sviði G.t.-fræða og hafa ekki jafnmargar lokaritgerðir verið skrifaðar undir minni handleiðslu á einu og sama misserinu. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli