gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Einkunnum skilað

16.47 16/5/07 - 0 ath.

Laust fyrir hádegi í dag skilaði ég einkunnum úr námskeiðinu Ritskýring G.t.: Síðari spámenn. Var ég mjög sáttur við útkomuna úr prófinu enda mikið af efnilegu og áhugasömu fólki í þessu námskeiði. Ástundun þess hefur yfirleitt verið góð og árangurinn í samræmi við það. Áfram…

Jakob lygari fór vel í nemendur

09.27 10/5/07 + 2 ath.

 Hér á Nesinu buldi haglél á gluggunum snemma í morgun. Nokkuð óvænt að vakna við slíka ofankomu 10. maí en minnti mig á að ég hef verk að vinna. Hef lofað að skila einkunnum úr námskeiðinu í Ritskýringu Gt spámanna ekki seinna en viku eftir að prófið fór fram. Áfram…

Flott athöfn í kapellu Háskóla Íslands í gær

09.39 14/4/07 + 2 ath.

Tveir verðandi kandídatar við guðfræðideild Háskóla Íslands fluttu lokaprédikanir sínar í kapellu Háskóla Íslands í gær. Þetta voru þær sómakonur Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, sem báðar hafa nú á vormisseri setið námskeiðið hjá mér í Ritskýringu spámanna Gamla testamentisins. Báðar eru þær að ljúka embættisprófi (cand. theol.) nú í vor. Það er skemmst frá því að segja að hér var um einstaklega ánægjulega og velheppnaða athöfn að ræða. Áfram…

Hlýtt á þrjár prédikanir í röð

22.50 24/3/07 + 1 ath.

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi í gær að hlýða á þrjár prédikanir hverja á fætur annarri, allar velheppnaðar og áheyrilegar. Áfram…

Einkunnaskil í kjölfar næturvöku

06.57 12/1/07 - 0 ath.

Ég hef yfirleitt haft það að keppikefli að skila einkunnum fyrir prófúrlausnir nemenda snemma. Um miðjan desember hrósaði ég mér af því að hafa skilaði einkunnum úr 1. árs námskeiði sólarhring eftir að prófinu lauk. Það kostaði að sjálfsögðu yfirsetu alla nóttina. Í gærmorgun var ég hins vegar kominn í þá óvenjulega aðstöðu að upp var runninn síðasti dagur fyrir einkunnaskil í öðru námskeiði mínu, ritskýringu Saltarans. Ég skilaði einkunnum rétt eftir hádegið. Endaspretturinn kostaði mig nýja næturvöku. Áfram…

Ný áhersla í kennslu spámannarita

15.28 6/1/07 - 0 ath.

Nú styttist í að kennsla vormisserisins hefjist. Ég mun kenna ritskýringu síðari spámanna Gamla testamentisins. Á liðnum árum hefur það í raun þýtt að farið er í valda kafla úr Jesajaritinu, einkum þeim hluta þess (k. 40-55) sem kenndur er við Jesaja annan (Deuter-Jesaja) og talinn eiga rætur sínar til óþekkts huggunarspámanns er starfað hafi meðal útlaganna frá Júda í Babýlon í kringum 550 f. Kr. Jesajaritið verður vissulega á dagskrá einnig nú en ekki tekið eins mikið úr því og áður og í staðinn teknir valdir kaflar úr ýmsum hinna minni spámannarita, svo sem Hósea, Amosi og Míka. Áfram…

Prófúrlausnum skilað

12.58 14/12/06

Mér tókst, eins og stundum áður, að skila einkunnum í námskeiðinu Saga, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea réttum sólarhring eftir að því lauk. Prófið stóð frá kl. 9 til 12 í gærmorgun. Ég vitjaði úrlausnanna strax og þær lágu fyrir laust fyrir kl. eitt í gær og tók þegar til við að yfirfara prófið. Sat við kl. fimm í nótt og hófst aftur handa kl. níu í morgun og skilaði einkunnum til Ásdísar skrifstofustjóra um kl. 12:10 í dag. Einkunnirnar eiga því að liggja fyrir nú þegar hjá Nemendaskrá. Áfram…

Ritgerðir og próf

09.00 5/12/06

Nú þegar hefðbundinni kennslu er lokið í Háskóla Íslands á haustmisseri 2006 telja vafalaust einhverjir að kennarar skólans séu komnir í jólafrí. Því fer fjarri. Hins vegar breytist starfið óneitanlega þegar formlegri kennslu á misserinu er lokið. Í staðinn tekur við tímabil prófa og ritgerða og sá tími sem í það fer er drýgri en marga grunar. Áfram…

Bíó og brauðterta

08.26 1/12/06

Ég hef verið latur við að færa inn á síðuna að undanförnu. Í tilefni af því að kennslu er nú lokið skal nú verða breyting þar á. Ég hef haft ánægju af kennslunni á haustmisserinu, einkum hef ég kennt tvö námskeið: Sögu, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea fyrir 1. árs nema og Ritskýringu Gamla testamentisins: Saltara fyrir 3.-5. árs nema. Eins og oft á liðnum árum bauð ég nemendum úr námskeiðunum heim í “bíó og brauðtertu” seint á misserinu. Áfram…

Upphaf kennslu

05.57 6/9/06

Í dag er fyrsti kennsludagur minn í guðfræðideild á haustmisseri 2006. Ég er með býsna þétta dagskrá í dag, kenni tvö námskeið fyrir hádegi. Fyrst byrjendanámskeiðið Sögu, bókmenntir og þjóðfélag Hebrea (5e) frá kl. 8:20 til 9:50 og síðan Ritskýringu Gamla testamentisins: Davíðssálma (4e) frá kl. 10:50 til 12:20. Áfram…

Samuel Terrien og nýja kennslubókin í Saltaranum

10.15 1/9/06

Þá er kennslan að hefjast og annað aðalnámskeið mitt á haustmisseri verður Ritskýring Davíðssálma (Saltarans). Það er mitt uppáhaldsefni og hlakka ég til að takast á við kennsluna, þar af fjórar kennslustundir á viku í Saltaranum.

Áfram…

Búinn að semja haustpróf

12.11 14/8/06

Ég dreif mig upp í HÍ í morgun og samdi haustprófið í Ritskýringu Gamla testamentisins: Fimmbókarit. Með Fimmbókariti er átt við Mósebækur. Hér er um að ræða ritskýringarnámskeiðið sem ég hélt í vor en tveir nemenda frestuðu prófinu til haustsins eins og þeir eiga rétt á. Þar sem ýmis konar annir eru framundan ákvað ég að vera tímalega í því að semja prófið. Áfram…

Ritgerðir Rómarfara

07.40 15/5/06 + 1 ath.

Talsverður hluti helgarinnar hefur hjá mér farið í að sinna ritgerðum “Rómarfara”. Þannig er mál með vexti að hópur guðfræðinema er að halda til Rómar á morgun, í mörgum tilfellum ásamt mökum, og hafa þurft að ljúka ritgerðum sínum fyrir þá pílagrímsför. Áfram…

Ánægjuleg ritgerðarvinna

07.55 26/4/06

Þessa dagana fer mikið af tíma mínum í ritgerðarvinnu nemenda sem mér hefur löngum þótt eitthvað það ánægjulegasta við kennsluna. Er þar bæði um að ræða ritskýringarverkefni (1e) nemenda í námskeiði mínu um Ritskýringu Fimmbókarits (Mósebóka) og lokaritgerðir nemenda (ýmist BA-ritgerðir, kjörsviðsritgerðir í cand.theol-námi eða MA-ritgerðir). Áfram…

Exodus í brennidepli á vormisseri

17.42 5/1/06 + 2 ath.

2. Mósebók (Exodus) verður í brennidepli ritskýringarnámskeiðs míns nú á vormisseri en kennslan hefst í næstu viku. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar sem kennsla í guðfræðideild hefst ekki fyrr en á miðvikudag í næstkomandi viku verður fyrsta kennslustundin á fimmtudag. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli