gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Líf og lög Selmu Kaldalóns – Afmælisdagskrá í Seltjarnarneskirkju á morgun, 27. des. kl. 15

09.31 26/12/09 - 0 ath.

Á morgun, 27. desember eru liðin 90 ár frá fæðingu Selmu Kaldalóns móður minnar. Af því tilefni mun Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í kirkjunni þar sem kunnir söngvarar munu syngja lög eftir Selmu (1919-1984) og einnig nokkur lög eftir Sigvalda, föður hennar (1881-1946). Áfram…

Falleg hefð í Seltjarnarneskirkju – orgelleikur fram að miðnætti á Þorláksmessu

10.37 24/12/09 - 0 ath.

Friðrik Vignir Stefánsson, organistinn okkar í Seltjarnarneskirkju, hefur tekið með sér fallega hefð úr Grundarfjarðarkirkju. Þar hafði hann jafnan leikið jólalög milli kl. 23 og 24 að kvöldi Þorláksmessu við sívaxandi vinsældir. Sautján sinnum hafði hann leikið þar og í gærkvöldi lék hann í þriðja sinn í Seltjarnarneskirkju. Þetta voru því afmælistónleikar hjá Friðriki Stefáni, okkar fína organista. Áfram…

KK með persónulega trúarjátningu

10.25 12/10/09 - 0 ath.

Tónlistarmaðurinn kunni KK flutti persónulega trúarjátningu sína fyrir fullri Seltjarnarneskirkju í guðsþjónustu þar kl. 11 í gær. Vafalaust hefur koma KK í kirkjuna átt mestan þátt í hinni miklu aðsókn, en guðsþjónustan var liður í forvarnarátaki á vegum bæjarfélagsins. Áfram…

Áhrifaríkur flutningur Passíusálma í Seltjarnarneskirkju

13.56 11/4/09 - 0 ath.

Það færist stöðugt í vöxt að Passíusálmarnir séu fluttir í heild sinni í kirkjum landsins og í gær, föstudaginn langa 2009, voru þeir fluttir í fyrsta sinn í Seltjarnarneskirkju. Er óhætt að segja að það hafi verið áhrifaríkur flutningur og vel þeginn. Það var Ragnheiður Steindórsdóttir, leikona, sem flutti sálmana í heild sinni, hóf lesturinn kl. 13 og hafði lokið öllum 50 sálmunum um kl. 18:30. Lestur hennar þótti afar áheyrilegur og vandaður í alla staði. Áfram…

Aðskilnaður ríkis og kirkju voru mistök, segir Persson

11.29 28/2/09 - 0 ath.

Ég er staddur í Stokkhólmi þessa dagana og er vissulega gott að dvelja í sænsku andrúmslofti í nokkra daga. Hér er í landi bjó ég jú í sjö ár á sínum tíma og Guðrún, koma mín, ellefu árum betur því að hún ólst hér upp. Það þarf því ekki að koma á óvart að við njótum þess jafnan að komast til Svíþjóðar. Útsölur eru hér margar og viss kreppueinkenni þó ekkert sé það í líkingu við heima. Keypti í fyrradag sjálfsævisögu Göran Perssons forsætisráðherra og hef verið að glugga í hana milli annarra verkefna. Áfram…

Þétt setið í afmælismessu á Nesinu í morgun

23.11 22/2/09 - 0 ath.

Það var þétt setinn bekkurinn í Seltjarnarneskirkju í morgun, í hátíðarmessu í tilefni af 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sjálfur var ég mættur í seinna lagi og tók mig nokkurn tíma að finna sæti. Mér varð hugsað til greinar sem ég las á vefnum nú fyrir helgina eftir kunnan íslenskan stjórnmálamann þar sem hann var að greina trúarlíf Íslendinga fyrir útlendingum og sagði að kirkjur landsins stæðu tómar nema um jól, áramót og páska. Áfram…

Mikilvægasta biblíuþýðingin

14.09 21/2/09 - 0 ath.

“Mikilvægasta biblíuþýðingin er jafnan sú hvernig við tileinkum okkar boðskap hinnar helgu bókar, raungerum hann í daglegu lífi okkar og aðstæðum.” Þannig komst ég m.a. að orði í prédikun sem ég flutti í Guðríðarkirkju í Grafarholti, s.l. sunnudag sem var biblíudagurinn. Áfram…

Seltjarnarneskirkja 20 ára í dag

06.53 19/2/09 - 0 ath.

Seltjarnarneskirkja á 20 ára víglsuafmæli í dag. Tímamótanna verður minnst með dagskrá í kirkjunni bæði í dag og á sunnudaginn kemur. Dagskráin í dag hefst kl. 17. Þar mun starfsbróðir minn, dr. Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild H.Í. flytja hugvekju en það var einmitt faðir hans, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, sem vígði kirkjuna á sínum tíma. Áfram…

Friðarsúla og upplýst Nesstofa – falleg ljós á kvöldgöngu

10.06 9/11/08 - 0 ath.

Það vakti athygli mína er ég fór í kvöldgöngu seint í gærkvöldi hér á Seltjarnarnesi að býsna margir voru úti að ganga, hlýtt í veðri og rigningarúði. Fólk sem ég mætti bauð undantekningalaust “gott kvöld”, ýmist að fyrra bragði eða tók undir kveðju mína þar um. Kannski ekkert fréttnæmt við það en þessar hlýlegu kveðjur fannst mér lýsa samhug sem mér finnst maður finna fyrir víða núna, þó að reiði og uppreisnarhugur sé líka áberandi. Áfram…

Kirkjan og kreppan

14.19 4/11/08 - 0 ath.

Mér var boðið að flytja prédikun hjá vini mínum sr. Vigfúsi Þór Árnasyni í Grafarvogskirkju s.l. sunnudag á Allra heilagra messu. Guðspjall dagsins eru sæluboð fjallræðunnar Matt 5:1-11. Það var fjölmenni við guðsþjónustuna og allir fjórir prestar Grafarvogssóknar, stærstu sóknar landsins, tóku þátt í altarisþjónustu, þ.e. auk sr. Vigfúsar, þau sr. Bjarni Bjarnason, sr. Guðrún Karlsdóttir og sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Að messu lokinni gafst kirkjugestum kostur á að kaupa sér kaffiveitingar og rann ágóðinn til líknarsjóðs kirkjunnar. Það leynir sér ekki að það er mikil gróska í starfi Grafarvogskirkju. Áfram…

Karl biskup: “Tími umhyggju og samstöðu”

14.56 12/10/08 - 0 ath.

Karl Sigurbjörnsson biskup prédikaði í Seltjarnarneskirkju í morgun og var næstum full kirkja enda tók mig nokkurn tíma að finna bílastæði þar sem ég var í seinna lagi. Í prédikun sinni talaði biskup inn í aðstæður fjármálakreppunnar sem snert hefur alla Íslendinga síðustu daga, á einn eða annan dag. Biksup lagði áherslu á að nú væri tími umhyggju og samstöðu. Áfram…

Sumarsöfnuður

20.02 13/7/08 - 0 ath.

Ég sótti messu í Hallgrímskirkju í morgun. Þar prédikaði minn ágæti starfsbróðir sr. Kristján Valur Ingólfsson og gerði það vel. Eins og jafnan í Hallgrímskirkju var messan vel sótt en það leynir sér ekki að á sumrin er samsetning safnaðarins nokkuð önnur en yfir vetrartímann. Áfram…

Dvorák í Dómkirkjunni í gær

08.36 4/7/08 - 0 ath.

Ánægjulegt var að hlýða á Dvorák-tónleika Guðrúnar Helgu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar í Dómkirkjunni í hádeginu í gær. Fluttu þau tíu biblíusöngva Dvoráks með ágætum og við góða aðsókn. Voru tónleikarnir liður í alþjóðlegu orgelsumri sem Félag íslenskra organleikara stendur fyrir. Áfram…

Mikilvægi “dellunnar” og Sálmur 23

05.00 28/4/08 + 2 ath.

Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Hagaskóla og einn af stofnendum Rótarýklúbbs Seltjarnarness, flutti snjalla hugvekju við guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju í gær. Rótarýfélagar lásu ritningargreinar, tóku þátt í guðsþjónustunni og buðu kirkjugestum upp á kaffiveitinga að messu lokinni.

Áfram…

Verkfræðingur útskýrir krossfestingu Krists

23.52 18/4/08 - 0 ath.

Guðmundur G. Þórarinsson flutti magnað erindi á fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness sem haldinn var í Albertsbúð í Gróttu í hádeginu í dag. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli