gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Dvórak í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi

08.20 7/4/08 - 0 ath.

Selkórinn flutti messu í d-dúr eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák (1841-1904) á listahátíð í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi og gerði það með miklum ágætum. Ekki var síðri einsöngur Guðrúnar Helgu Stefándsdóttur á fimm biblíuljóðum Dvoráks. Undirleikari í báðum tilfellum var Fiðrik Vignir Stefánsson, hinn fjölhæfi organisti Seltjarnarneskirkju. Áfram…

Trúarlegt táknmál í Seltjarnarneskirkju

10.28 3/4/08 - 0 ath.

Trúarlegt táknmál í kvikmyndum verður á dagskrá Listahátíðar Seltjarnarneskirkju kl. 20 í kvöld. Þar flytja erindi tveir af félögum rannsóknarhópsins Deus ex cinema, þau Árni Svanur Daníelsson og Oddný Sen. Áfram…

Kirkjugarðar heimsóttir í inngangi jólahátíðar

21.43 27/12/07 - 0 ath.

Hvað gerir jólin einkum að jólum? Eitthvað á þessa leið hafa ýmsir spurt sig um þessi jól sem endranær. Sjálfur velti ég því fyrir mér og ljóst er að það breytist nokkuð með aldrinum.  Lestur jólaguðspjallsins finnst mér ætíð hápunkturinn. Það hefur ekkert breyst þó árin færist yfir. Áfram…

Seltjarnarneskirkja ályktar um samleið kristni og þjóðar

01.46 7/12/07 + 5 ath.

Það er, held ég, fremur óalgengt að sóknarnefnd sendi frá sér fréttatilkynningu eða ályktun. Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju hefur hins vegar gert það og er tilefnið umræðan um trú- og skólamál að undanförnu. Ályktunin birtist í tveimur dagblaðanna í dag, undirrituð af Guðmundi Einarssyni, formanni sóknarnefndarinnar. Áfram…

Aðventa

14.34 2/12/07 - 0 ath.

Þá er aðventan gengin í garð með öllu sem henni heyrir til. Henni fylgir eftirvænting eins og nafnið ber með sér, eitthvað er í vændum sem fólki er mikils virði. Áfram…

Sl 42 og saga af altaristöflu í Áskirkju

17.23 12/11/07 - 0 ath.

Í leit á netinu áðan rakst ég á skemmtilega sögu af Sl 42 og altaristöflu í Áskirkju. Þar sem notkun Gamla testamentisins í kristni- og menningarsögu (áhrifasaga G.t.) er sérstakt áhugamál mitt leyfi ég mér að halda þessari sögu til haga hér á vefsíðu minni. Áfram…

Menningaráhrif Biblíunnar – Prédikun

20.34 22/10/07 + 3 ath.

Ég flutti í gær prédikun, sem var líklega nær erindi, (kennsluprédikun?) í Langholtskirkju í tilefni af útgáfu nýju Biblíunnar. Prédikunin fer hér á eftir. Áfram…

Frábærir Klezmertónleikar Fílharmóníu og Ragnheiðar Gröndal

14.30 7/10/07 - 0 ath.

Sannarlega sá ég ekki eftir að hafa drifið mig á Klezmer-tónleikana í Seltjarnarneskirkju í gær sem söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Margnúsar Ragnarssonar, söngkonan góðkunna Ragnheiður Gröndal og þjóðlagasveit Hauks Gröndal stóðu fyrir. Hreint magnaðir tónleikar og hin gyðinglega Klezmertónlist hljómaði einstaklega vel í sóknarkirkjunni minni. Áfram…

Af sóttarsæng í kveðjumessu hjá sr. Jakobi Ágústi

15.28 30/9/07 - 0 ath.

Magakveisa hefur herjað á familíuna í vikulokin, býsna svæsin. En í morgun fann ég mig nægilega hressan til að drífa mig ásamt konu minni í kveðjumessu hjá sr. Jakobi Á. Hjálmarssyni í Dómkirkjunni þar sem hann hefur þjónað í átján ár. Áfram…

Sr. Arna Grétarsdóttir kvödd í fullri Seltjarnarneskirkju

18.21 16/9/07 - 0 ath.

Nánast hvert sæti var setið í Seltjarnarneskirkju í morgun er söfnuðurinn kvaddi sr. Örnu Grétarsdóttur sem nú er á förum til Noregs þar sem hún tekur við starfi prests í íslenska söfnuðinum þar. Áfram…

Fyrrverandi ráðherra í Strandarkirkjugöngu

17.46 23/8/07 + 1 ath.

Vegna anna hef ég  ekki komið því í verk fyrr en nú að færa til bókar hér á annálnum að Strandarkirkjugangan s.l. laugardag, 18. ganga gönguhópsins míns frá upphafi, var sú best heppnaða frá byrjun en fyrst var gengið í ágúst 1990 og árlega eftir það, jafnan í ágúst. Veðrið hefur a.m.k. aldrei verið betra en í ár og ekki harmaði maður neitt að hafa misst af menningarnóttunni í borginni eins og gangan þróaðist. Áfram…

Menningarnótt á fjöllum

09.01 18/8/07 - 0 ath.

Mín menninganótt (dagur) verður að talsverðu leyti á fjöllum. Það er hin árlega Strandarkirkjuganga sem er í dag, 18. gangan frá upphafi. Göngudagurinn er í mínum huga orðinn ein helsta kirkjuhátíð ársins, dagurinn (hebr.= hajjóm). Áfram…

Vatnsburður upp Grindaskörð í þágu Bríetar

10.01 17/8/07 + 2 ath.

Tíkin Bríet er í uppáhaldi hjá mér. Eigandi hennar er Hjördís tengdadóttir mín og fjölskylda hennar. Það hefur nokkrum sinnum komið í minn hlut að passa Bríeti í nokkra daga. Hefur jafnan farið vel á með okkur.  Er mér ekki grunlaust um að tíkin hafi matarást á mér. Áfram…

Breytingar í Seltjarnarneskirkju: Prestur og organisti hætta

10.00 11/7/07 + 5 ath.

Það verða umtalsverðar breytingar í Seltjarnarneskirkju í haust vegna uppsagna starfsfólks. Áfram…

Flott athöfn í kapellu Háskóla Íslands í gær

09.39 14/4/07 + 2 ath.

Tveir verðandi kandídatar við guðfræðideild Háskóla Íslands fluttu lokaprédikanir sínar í kapellu Háskóla Íslands í gær. Þetta voru þær sómakonur Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, sem báðar hafa nú á vormisseri setið námskeiðið hjá mér í Ritskýringu spámanna Gamla testamentisins. Báðar eru þær að ljúka embættisprófi (cand. theol.) nú í vor. Það er skemmst frá því að segja að hér var um einstaklega ánægjulega og velheppnaða athöfn að ræða. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli