gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

EM-handboltinn tekinn fram yfir DEC-kvöld

14.04 20/1/10 - 0 ath.

Fastur liður á þriðjudagskvöldum hjá mér er kvikmyndasýning í góðra vina hópi í félagsskapnum Deus ex cinema (Dec), sem stofnaður var í júlí árið 2000. Síðan þá höfum við horft saman á yfir 700 myndir í þeim tilgangi að skoða þær einkum af sjónarhóli trúar og guðfræði. Í gærkvöldi mætti ég ekki. Ástæðan var Evrópumótið í handhnattleik og þar voru Íslendingar að spila sinn fyrsta leik, eins og alþjóð veit. Áfram…

Sl 23 í Gangs of New York

08.28 23/11/09 - 0 ath.

Á laugardagskvöldið horfðum við hjónin á kvikmyndina Gangs of New York (Martin Scorsese, 2002). Fannst mér það viðeigandi eftir að hafa heimsótt dóttur okkar, dótturdætur og tengdason  í borginni helgina áður. En þangað fluttust þau í haust. Áfram…

700. sýning Deus ex cinema

06.59 27/10/09 - 0 ath.

Það var afmælissýning hjá Deus ex cinema síðastliðið laugardagskvöld, 700. sýningin frá stofnun klúbbsins. Sýnd var franska myndin Les quatre cents coup/ The 400 Blows  í leikstjórn François Truffaut: 1959. Félagsmenn fengu að velja úr sjö myndum á þessari hátíðarsýningu, sjö félagar voru mættir til leiks á sjöunda kvöldi vikunnar. Áfram…

“Driving Miss Daisy” í minningu Bambi

13.39 10/10/09 - 0 ath.

Óskarsverðlaunamyndin “Driving Miss Daisy” frá árinu 1989 hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hugljúf mynd þar sem söguþráðurinn gæti virst svo lítill að ekki tæki því að gera mynd um hann. Annað kemur á daginn og er leikur þeirra Morgan Freemans og Jessicu Tandy hreint út sagt stórkostlegur og eigu þau mestan þátt í hve myndin er góð. Áfram…

Þögnin mikla á sýningu 677 hjá Deus ex cinema

09.05 12/8/09 - 0 ath.

Starf Deus ex cinema hefur verið með hefðbundnum hætti í sumar þrátt fyrir veðurblíðuna hér sunnanlands – vikulegar sýningar á þriðjudagskvöldum og hef ég mætt á þær flestar. Í gærkvöldi sýndi Bjarni Randver Sigurvinsson hinn sérstæða spaghettí vestra Il grande silenzio eða Þögnina miklu í leikstjórn Sergio Corbucci. Spaghettí-vestrarnir eru í miklum metum hjá Bjarna og skipar þessi þar heiðurssæti. Áfram…

Roma Fellinis sýnd með miklum rjóma

00.01 5/8/09 + 1 ath.

Hefðbundin þriðjudagssýning Deus ex cinema var í kvöld á vegum glerlistamannsins góðkunna Leifs Breiðfjörð á heimili hans og Sigríðar konu hans á Laufásvegi 52. Leifur tók að þessu sinni til sýningar mynd Federico Fellinis (1920-1993)  ”Roma” frá árinu 1972 enda Leifur mikill unnandi Fellinis og hefur áður sýnt nokkrar mynda hans í klúbbnum. Áfram…

James Bond sem Móse

17.43 2/8/09 - 0 ath.

Ég horfði á kvikmyndina Defiance (2008) í gærkvöldi, vonum seinna því að þessa mynd hafði ég ætlað mér að sjá er hún var sýnd hér í kvikmyndahúsum, en sýningum, sem voru furðulega fáar, var hætt áður en ég kæmi því í verk. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin, sem ég set í flokk helfararmynda, er óvenjulega hlaðin af biblíulegum stefjum, einkum úr 2. Mósebók (Exodus) og svo er Mósegervingur myndarinnar leikinn af James Bond sjálfum, þ.e. nýjasta James Bond leikaranum Daniel Craig. Áfram…

Munich á fyrstu Dec-sýningu ársins

09.28 9/1/09 - 0 ath.

Fyrsta sýning Deus ex cinema var í mínum höndum s.l. þriðjudagskvöld, þe. að kvöldi þrettándans. Ég hafði fyrir allnokkru ákveðið að sýna Munich, mynd Steven Spielbergs frá árinu 2005, enda vantar enn nokkuð á að allar myndir þessa frábæra leikstjóra hafi verið sýndar innan klúbbsins. Fékk myndin almennt góðar viðtökur viðstaddra þó vissulega væri haft á orði að hún væri á köflum nokkuð langdregin og fækka hefði mátt morðunum eitthvað. Áfram…

Heilaþvottarþema á sýningu Deus ex cinema

09.02 27/11/08 - 0 ath.

Hefðbundin þriðjudagssýning Deus ex cinema í fyrrakvöld var í höndum Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings og var val hennar að hafa sýninguna á léttum nótum enda nóg af neikvæðum kreppufréttum nú um stundir. Valdi Oddný að sýna kvikmyndina “Holy Smoke” frá árinu 1999. Gott val og var mikið hlegið undir sýningunni. Áfram…

“Tveir heimar” hjá Deus ex cinema í gærkvöldi

11.17 19/11/08 + 1 ath.

Á hefðbundinni þriðjudagssýningu Deus ex cinema íg ærkvöldi var sýnd glæný dönsk kvikmynd “To verdener” eftir Niels Anders Oplev. Myndina sýndi sr. Árni Svanur Daníelsson, doktorsnemi, á heimili sínu og fékk hún góða dóma viðstaddra. Áfram…

Dirty Harry á Dec-sýningu í gærkvöldi

11.55 12/11/08 - 0 ath.

Á hefðbundinni þriðjudagssýningu Deus ex cinema í gærkvöldi sýndu hjónin Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir Clint Eastwood-kvikmyndina “Dirty Harry” frá árinu 1971 og reyndist hún hin ágætasta afþreying. Áfram…

Hitlersæskan hjá DEC í gærkvöldi

21.19 22/10/08 - 0 ath.

Hefðbundin þriðjudagssýning Deus ex cinema var í höndum Gunnars E. Steingrímssonar æskulýðsfulltrúa í gærkvöldi. Hann sýndi myndina Führerns Elit í leikstjórn Dennis Gansel. Sýningin var í Grafarvogskirkju og voru undirtektir félagsmanna góðar. Gott var að gleyma um stund kreppunni í góðra vina hópi. Áfram…

Þrúgur reiðinnar og kreppa nútímans

10.15 23/9/08 + 1 ath.

Á síðustu sýningu Deus ex cinema sem haldin var á heimili mínu í s.l. viku var sýnd stórmyndin Þrúgur reiðinnar, The Grapes of Wrath (John Ford, 1940) eftir vinsælustu sögu J. Steinbecks (1939). Mér þótti við hæfi að sýna myndina í öllu krepputalinu enda er kreppan mikla  í Bandaríkjunum á fjórða áratugi síðustu aldar baksvið myndar og sögu. Áfram…

Gestaboð Babettu páskamynd mín í ár

16.29 23/3/08 + 1 ath.

Slæm flensa hefur sett mark sitt á dymbilvikuna hjá mér svo og páskana. Hef varla farið út úr húsi þessa daga. Í gær var ég dúðaður undir sæng í sófanum og horfði á eina af mínum uppáhaldskvikmyndum, hina dönsku Babettes gæstebud (1987).

Áfram…

Sophie Scholl á páskasýningu Deus ex cinema í gærkvöldi

10.06 19/3/08 + 3 ath.

Ekki sátu allir Þjóðverjar með hendur í skauti andspænis grimmdarverkum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Til vitnis um það er kvikmyndin Sophie Scholl. Die letzten Tage (2005) sem var sýnd sem páskamynd Deus ex cinema í heimili mínu í gærkvöldi. Fer ágætlega á því að stutt frásögn af myndinni og sýningunni verði til að rjúfa rúmlega þriggja og hálfsmánaða langt hlé á færslum mínum hér á annálnum. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli