gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Biblía, bíó og Bakþankar

00.10 14/11/07 - 0 ath.

Í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag (13.11)  grípur Karen D. Kjartansdóttir til Orðskviða Gamla testamentisins þegar hún gerir drykkjuvenjur landans að umtalsefni um leið og hún varar við auknu frelsi í sölu á áfengum drykkjum. Áfram…

Um notkun Sálms 23 í kvikmyndum

23.16 5/11/07 + 2 ath.

Fyrir fáeinum árum birti ég opinberlega grein um notkun og túlkun Sálms 23 í kvikmyndum. Öruggt má teljast að enginn texti úr Gamla testamentinu er jafnmikið notaður í kvikmyndum og Sálmur 23 og mér er til efs að nokkur texti úr Nýja testamentinu hafi eins mikla áhrifasögu á þessu sviði menningarinnar og hinn vinsæli sálmur Drottinn er minn hirðir (The Lord is my Sheperd). Hér á eftir fer hrá gerð umfjöllunar minnar um sálminn. Áfram…

Woody Allen vitnar um áhrifin frá Bergman

13.39 30/7/07 + 1 ath.

Eins og vænta má eru sænsk dagblöð stútfull af umfjöllunum um Ingmar Bergman sem lést í morgun. Í ítarlegri umfjöllun í netútgáfu Aftonbladets er meðal annars að finna viðtal við bandaríska kvikmyndaleikstjórann Woddy Allen. Áfram…

Meistari Bergman allur

13.07 30/7/07 - 0 ath.

Lengi vel var ég haldinn þeirri nokkuð útbreiddu skoðun að myndir Ingmar Bergmans (1918-2007), sem nú er  látinn, hafi fyrst og fremst verið langdregnar og leiðinlegar. Það var ekki fyrr en ég fór að gefa gaum að notkun trúarlegs efnis í kvikmyndum sem Bergman kviknaði til lífs hjá mér. Áfram…

Baltasar og boðorðin

08.37 13/7/07 + 1 ath.

Ánægjulegt var að lesa svar kvikmyndaleikstjórans Baltasar Kormákurs við spurningu Morgunblaðsins í dag (bls. 40) um hvaða kvikmynd eða sjónvarpsefni hefði haft mest áhrif á hann. “Það eru Dekalógarnir (boðorðin 10) eftir Kieslowski,” svaraði Baltasar. Áfram…

Dottað yfir Manderlay

13.39 11/7/07 - 0 ath.

Pétur Pétursson var sýningarstjóri á hefðbundnu þriðjudagskvöldi Deus ex cinema í gærkvöldi (10. júli) og sýndi í Sjávarhöll sinni við Ægisíðu þaðan sem útsýni er ægifagurt út yfir heimabæ minn, Seltjarnarnesið. Það var eiginlega synd að sitja innan dyra í slíkri veðurblíðu en bót í máli að Pétur er með góðar svalir og þaðan nutu gestir veðurblíðunnar fyrir og eftir sýningu svo og í hléi. Áfram…

Deus ex cinema sjö ára í dag

08.28 4/7/07 + 6 ath.

Ég óska félögum í Deus ex cinema til hamingju með daginn. Í dag eru liðin sjö ár frá því að við Bjarni Randver Sigurvinsson, Ottó Geir Borg og Þorkell Ágúst Óttarsson settumst niður hér heima í Bollagörðum til að horfa á kvikmyndina Seargent York (1941). Áfram…

Frægasta morð kvikmyndasögunnar = skírn

18.03 3/7/07 + 4 ath.

Í kvöld höldum við félagar í Deus ex cinema upp á sjö ára afmæli klúbbsins en hann var stofnaður 4. júlí 2000. En í samræmi við venju er sýningin á þriðjudagskvöldi. Sigríður Jóhannsdóttir ætlar að sýna Psycho, sem trúlega er frægasta mynd snillingsins Alfred Hitchcock. Áfram…

Hálsbólga um hásumar og sálmar í dauðans skuggadal

05.50 20/6/07 + 20 ath.

Ekki er það notaleg tilfinning að vera svo þjáður af hálsbólgu og hita um hásumarið að maður mókir heilu dagana. Þannig var mér farið í gær og missti því af spennandi kvikmyndakvöldi Deus ex cinema hjá þeim hjónum Sigríði og Leifi Breiðfjörð sem boðið höfðu í kvöldmat fyrir sýningu. Áfram…

Vinsælustu kvikmyndaleikstjórarnir hjá Deus ex cinema

14.23 10/6/07 + 1 ath.

Kvikmyndaklúbburinn Deus ex cinema, sem var stofnaður 4. júlí árið 2000 hér á heimili mínu,  hefur haldið vikulegar sýningar síðan. Það heyrir til undantekninga að sýningar falli niður og auk þess höfum við oft haft sýningatarnir um helgar, fyrir utan að standa fyrir fjölmörgum viðburðum, svo sem námskeiðum, kennslu um þetta svið í guðfræðideildinni, bókaútgáfum, málþingum auk þess sem flestir hafa félagar í klúbbnum flutt fjölmarga fyrirlestra, utan lands og innan, um þetta áhugamál okkar og birt ótal tímaritsgreinar. Áfram…

Vel mætt af Dec-félögum á Nazarin Bunuels í kvöld

23.42 5/6/07 + 4 ath.

Þriðjudagssýning kvikmyndaklúbbsins Deus ex cinema var í mínum höndum í kvöld og sýndi ég hina kunnu en umdeildu kvikmynd Spánverjans Luis Bunuel (1900-1983) Nazarin frá 1958. Var ekki annað að heyra á viðstöddum en að myndin hafi mælst allvel fyrir. Áfram…

Babel og sundrungin

13.46 14/5/07 + 5 ath.

Fyrir helgina lét ég loks verða að því að horfa á kvikmyndina Babel (Alejandro Gonzalez Inarritu, 2006) og lýsi mig hér með sammála þeim sem haldið hafa því fram að myndin hafi átt Óskarsverðlaunin skilið. Auk þess er myndin einstaklega áhugaverð af sjónarhóli áhugamanns um áhrifasögu Gamla testamentisins. Áfram…

Ánægjuleg Dec-sýning á Fílamanninum

23.42 27/3/07 - 0 ath.

Hefðbundin þriðjudagssýning Deus ex cinema var í kvöld í höndum Leifs Breiðfjörð glerlistamanns. Sýndi hann hina stórbrotnu kvikmynd Fílamaðurinn (The Elephant Man) frá árinu 1980. Áfram…

Rómeó, Júlía og myrkur á sýningu Deus ex cinema

07.14 21/3/07 + 1 ath.

Deus ex cinema virðist við góða heilsu ef marka má sýningu gærkvöldsins sem var í mínum höndum. Sýnd var tékkneska kvikmyndin Romeo, Julia a tma = Rómeó, Júlía og myrkur í leikstjórn Jirí Weiss frá árinu 1960. Áfram…

Deer Hunter og topp tólf

16.07 27/1/07 - 0 ath.

Í gærkvöldi lagði ég fimm kvikmyndir fyrir konu mína að velja úr. Niðurstaðan var sú að við horfðum á tvær og kostaði það setu nokkuð inn í nóttina: The Deer Hunter og Wings of the Dove. Báðar myndinar eru, af ólíkum ástæðum, í miklu uppáhaldi hjá mér. Um þá síðarnefndu hef ég skrifað tvær greinar, annars vegar í íslenska kvikmyndahandbók og hins vegar í sænskt guðfræðitímarit. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli