gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Líf og lög Selmu Kaldalóns – Afmælisdagskrá í Seltjarnarneskirkju á morgun, 27. des. kl. 15

09.31 26/12/09 - 0 ath.

Á morgun, 27. desember eru liðin 90 ár frá fæðingu Selmu Kaldalóns móður minnar. Af því tilefni mun Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í kirkjunni þar sem kunnir söngvarar munu syngja lög eftir Selmu (1919-1984) og einnig nokkur lög eftir Sigvalda, föður hennar (1881-1946). Áfram…

700. sýning Deus ex cinema

06.59 27/10/09 - 0 ath.

Það var afmælissýning hjá Deus ex cinema síðastliðið laugardagskvöld, 700. sýningin frá stofnun klúbbsins. Sýnd var franska myndin Les quatre cents coup/ The 400 Blows  í leikstjórn François Truffaut: 1959. Félagsmenn fengu að velja úr sjö myndum á þessari hátíðarsýningu, sjö félagar voru mættir til leiks á sjöunda kvöldi vikunnar. Áfram…

KK með persónulega trúarjátningu

10.25 12/10/09 - 0 ath.

Tónlistarmaðurinn kunni KK flutti persónulega trúarjátningu sína fyrir fullri Seltjarnarneskirkju í guðsþjónustu þar kl. 11 í gær. Vafalaust hefur koma KK í kirkjuna átt mestan þátt í hinni miklu aðsókn, en guðsþjónustan var liður í forvarnarátaki á vegum bæjarfélagsins. Áfram…

Kiljan -Með dauflegra móti en góð samt

23.33 7/10/09 - 0 ath.

Það er til marks um hve góður bókmenntaþátturinn Kiljan er að mér fannst hann með dauflegra móti í kvöld en býsna góður samt. Ég læt þennan þátt Egils Helgasonar helst aldrei framhjá mér fara, en Silfur Egils er ég alveg hættur að horfa á. Tók ekki neina ákvörðun um það, heldur gerðist það bara. Hin póltíska umræða er ekki til þess fallin að létta manni lund. Áfram…

Að sjá hlutina fyrir eftir á – skemmtilegt viðtal við sextugan rithöfund

09.52 22/8/09 - 0 ath.

Þórarinn Eldjárn rithöfundur var að hlaupa hér framhjá glugganum rétt áðan eftir Norðurströndinni á Seltjarnarnesi. Hann er meðal þúsunda sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu í dag. Ég veitti Þórarni einkum  athygli vegna þess að ég hafði fyrr í morgun verið að lesa áhugavert og læsilegt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við hann í Morgunblaðinu. Áfram…

Nótt Elie Wiesels væntanleg á íslensku

10.55 22/2/09 - 0 ath.

Það er mikið fagnaðarefni að loks skuli von á bók eftir Nóbelsverðlaunahafann Elie Wiesel á íslensku. Það er þekktasta bók hans, bókin Nótt sem kemur út síðari hlutann í mars. Í bókinni segir Wiesel af reynslu sinni af dvölinni í Auschwitz, útrýmingarbúðunum illræmdu. Áfram…

Brynhildur og Brák – frábær upplyfting í kreppunni

09.18 4/10/08 - 0 ath.

Það var sannarlega mikil upplyfting í öllu krepputalinu og fjármálakrísunni að bregða sér í Landnámssetrið í Borgarnesi í gærkvöldi. Hvílík tilþrif.  Brynhildur Guðjónsdóttir, höfundur leikritsins um írsku ambáttina Brák, fór gjörsamlega á kostum. Þessi smávaxna kona heillaði viðstadda upp úr skónum með spuna sínum, söng og sviðsframkomu.  Áfram…

Fíngerðir fuglar Höskuldar í Hveragerði

09.41 29/7/08 - 0 ath.

Það var ánægjulegt að vera viðstaddur opnun sýningar á myndum Höskuldar Björnssonar (1907-1963) í Hveragerði s.l. sunnudag. Ég mæli með sýningunni. Upplagður bíltúr austur fyrir fjall, t.d. fyrir þá sem eru með gesti úr útlöndum. Áfram…

Laxness, Wellhausen og heimsfrægðin

15.44 28/7/08 - 0 ath.

Það var gaman að koma á Gljúfrastein s.l. föstudag í fylgd tveggja gesta sem búsettir eru erlendis. Ekki spillti fyrir að dóttursonur Nóbelskáldsins og nafni leiddi okkur um húsið og þannig losnuðum við undan heyrnartólum sem boðið var upp á með leiðsögn á ýmsum tungumálum.  Hinn ungi Halldór var einkar ljúfur í allri framgöngu og kynning hans (sett fram á enskri tungu)  elskuleg og áhugaverð. Áfram…

Dvorák í Dómkirkjunni í gær

08.36 4/7/08 - 0 ath.

Ánægjulegt var að hlýða á Dvorák-tónleika Guðrúnar Helgu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar í Dómkirkjunni í hádeginu í gær. Fluttu þau tíu biblíusöngva Dvoráks með ágætum og við góða aðsókn. Voru tónleikarnir liður í alþjóðlegu orgelsumri sem Félag íslenskra organleikara stendur fyrir. Áfram…

Dvórak í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi

08.20 7/4/08 - 0 ath.

Selkórinn flutti messu í d-dúr eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák (1841-1904) á listahátíð í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi og gerði það með miklum ágætum. Ekki var síðri einsöngur Guðrúnar Helgu Stefándsdóttur á fimm biblíuljóðum Dvoráks. Undirleikari í báðum tilfellum var Fiðrik Vignir Stefánsson, hinn fjölhæfi organisti Seltjarnarneskirkju. Áfram…

Frábærir Klezmertónleikar Fílharmóníu og Ragnheiðar Gröndal

14.30 7/10/07 - 0 ath.

Sannarlega sá ég ekki eftir að hafa drifið mig á Klezmer-tónleikana í Seltjarnarneskirkju í gær sem söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Margnúsar Ragnarssonar, söngkonan góðkunna Ragnheiður Gröndal og þjóðlagasveit Hauks Gröndal stóðu fyrir. Hreint magnaðir tónleikar og hin gyðinglega Klezmertónlist hljómaði einstaklega vel í sóknarkirkjunni minni. Áfram…

Schweitzer um menningastig þjóðfélags

06.49 11/9/07 - 0 ath.

“Albert Scheitzer sagði eitt sinn að mælikvarðinn á menningarstig hvers þjóðfélags væri í beinu hlutfalli við þá tillitssemi og virðingu sem þjóðfélagið auðsýndi eldri kynslóðinni.” Áfram…

Húsafellsmyndir Ásgríms og hlutskipti fordæmdra og útvaldra

17.44 28/7/07 - 0 ath.

Það er vel þess virði að fá sér bíltúr til Keflavíkur og kíkja á sýningu á Húsafellsmyndum Ásgríms Jónssonar (1876-1958) sem nú stendur yfir í Duushúsum. Veitingastaðurinn við hliðina á sýningarsalnum eykur enn á réttlætingu bíltúrs af höfuðborgarsvæðinu og jafnvel fyrir fólk lengra að komið. Áfram…

“Past president” Við tjörnina

09.06 9/7/07 + 2 ath.

Ég bauð eiginkonunni út að borða á föstudagskvöldið. Talsvert um liðið síðan ég hef farið á veitingastað hér á landi. Fyrir valinu varð veitingastaðurinn Við tjörnina. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli