gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Líf og lög Selmu Kaldalóns – Afmælisdagskrá í Seltjarnarneskirkju á morgun, 27. des. kl. 15

09.31 26/12/09 - 0 ath.

Á morgun, 27. desember eru liðin 90 ár frá fæðingu Selmu Kaldalóns móður minnar. Af því tilefni mun Listvinafélag Seltjarnarneskirkju standa fyrir metnaðarfullri dagskrá í kirkjunni þar sem kunnir söngvarar munu syngja lög eftir Selmu (1919-1984) og einnig nokkur lög eftir Sigvalda, föður hennar (1881-1946). Áfram…

Snjall ræðumaður í Albertsbúð

09.06 7/2/09 - 0 ath.

Ég tók lítið eftir Guðmundi G. Þórarinssyni sem pólitíkus. En ég hef í tvígang heyrt hann flytja erindi í Rótarý og í bæði skiptin hefur hann gert það frábærlega vel. Í gær talaði hann um “Dettifoss í íslenskum ljóðum” á þorrablóti Rótarýklúbbs Seltjarnarness í Albertsbúð í Gróttu.

Guðmundi mæltist afar vel, talaði blaðalaust eins og áður og fipaðist hvergi. Gerður var góður rómur að máli hans en ekki var hægt að spyrja spurninga þar sem farið var að flæða að og fólk varð að drífa sig. Það var heldur kalt úti og dálítið hvasst en jeppaeigendur í klúbbnum fluttu fólk í land.

Við í Rótarýklúbbi Seltjarnarness erum vön að hafa þorrablót okkar í Albertsbúð, gömlu sjóbúð Alberts vitavarðar. Sjóbúðina hafa Rótarýfélagar gert upp og stækkað talsvert og er hún nú orðin hinn vistlegasti samkomustaður með eldhúsaðstöðu og sætum fyrir um 50 manns. Ég bauð tveimur samkennurum mínum úr guðfræðideildinni með mér á blótið í hádeginu í gær, þeim dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur dósent og dr. Pétri Péturssyni prófessor. Þau voru ánægð með blótið eins og ég og ekki síst ræðumanninn sem lyfti þessari hádegisstund í hæðir.

Áður hef ég heyrt verkfræðinginn Guðmund G. Þórarinsson tala í Rótary um krossfestingu Jesú Krists. Það gerði hann einnig með miklum glæsibrag. Við færðum það í tal við hann í gær að koma til okkar á málstofu uppi í guðfræðideild á næstunni og ræða þar um krossfestinguna. Guðmundur tók því  vel.

“Hann talaði þannig að allir skildu”. Af minningarorðunum um Einar Odd Kristjánsson

12.32 25/7/07 - 0 ath.

“Hann talaði mál sem fólkið skildi, pakkaði skoðunum sínum ekki inn í umbúðir heldur sagði þær hreint út af einlægni sem varð til þess að hann náði fljótt trausti þeirra sem á hann hlýddu.” Það er er mikill samhljómur í minningargreinunum í Morgunblaðinu í dag um Einar Odd Kristjánsson, alþingismann. Og þessi tilvitnuðu orð eru dæmigerð. Áfram…

Af ættarmóti og skógrækt Steingríms Davíðssonar skólastjóra

10.49 16/7/07 - 0 ath.

Það er fróðlegt að verða þess áskynja hversu miklu einstaklingar geta með hugsjón sinni og krafti fengið áorkað. Skógrækt Steingríms Davíðssonar skólastjóra (1891-1981) í landi Gunnfríðarstaða í Langadal í Húnavatnshreppi er gott dæmi um það. Áfram…

“Nægar veitingar handa stórvöxnum presti”

15.07 1/4/07 + 2 ath.

“Mér er helst í minni frá þeim degi að mikið var lagt í að hafa nægar og góðar veitingar, ekki síst handa prestinum stórvaxna sem var þekktur fyrir að taka vel til matar síns.” Þannig kemst Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, m.a. að orði í ágætri en nokkuð síðbúninni afmælisgrein um sr. Braga Friðriksson í Morgunblaðinu í gær. Áfram…

Minningarorð um Aðalstein Sigurðsson fiskifræðing

08.27 8/1/07 - 0 ath.

Í dag verður gerð útför Aðalsteins Sigurðssonar fiskifræðings. Ég minntist hans á fundi í Rótarýkúbbi Seltjarnarness síðastliðinn föstudag með eftirfarandi orðum: “Með Aðalsteini er genginn einhver besti Rótarýmaður sem ég hef kynnst.” Þessi voru viðbrögð eins Rótarýfélaga míns er honum bárust tíðindin af andláti Aðalsteins Sigurðssonar fiskifræðings. Undir þessi orð höfum við
margir félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness tekið.

Áfram…

Við útför Magneu Þorkelsdóttur

09.13 22/4/06

Ég var við útför Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar í þéttsetinni Hallgrímskirkju í gær. Gekk ofan úr Háskóla um kl. 12:30, þegar hætti að rigna, en hitti dr. Arnfríði Guðmundsdóttur, samkennara minn, þar sem hún var að leggja bíl sínum á leið til útfararinnar og urðum við samferða síðasta spölinn og sátum saman í kirkjunni. Það var sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem jarðsöng og fórst það vel úr hendi. Ég á hlýjar minningar af Magneu, var um skeið heimagangur hjá þeim hjónum á Bergstaðstrætinu og varð einu sinni þess heiðurs aðnjótandi, ungur guðfræðinemi, að vera bílstjóri þeirra í ógleymandlegri visitasíuferð um Suðurland. Áfram…

Fermingarafmælið og bækurnar

07.19 18/4/06

Fermingar voru víða um land í gær á annan páskadag, 17. apríl. Það minnti mig á að einmitt þann dag 17. apríl 1966 var ég fermdur af sr. Jóni Thorarensen í Neskirkju. Ekki varð fermingarafmælið mér tilefni til hátíðarhalda umfram það sem annar páskadagur gaf tilefni til. Ég fór þó með afastelpurnar í göngutúr eftir hádegið og litum við inn í Seltjarnarneskirkju en í safnaðarheimilinu þar stóð þá yfir fermingarveisla sonar sr. Örnu Grétarsdóttur, prests okkar Seltirninga. Áfram…

Sigríður G. Johnson – Minning

22.08 24/2/06

Í dag var Sigríður G. Johnson (3.1.1929-16.2-2006) jarðsungin frá Dómkirkjunni. Það var sr. Þórir Stephensen, fyrrv. Dómkirkjuprestur og persónulegur vinur hinnar látnu og eiginmanns hennar Hannesar Johnson, sem jarðsöng. Fórst sr. Þóri það sérlega vel úr hendi. Þau hjón Sigríður og Hannes Johnson voru nágrannar foreldra minna og okkar barna þeirra úti á Skólabraut á Seltjarnarnesi. Mér var sýndur sá sómi að bera kistu Sigríður úr kirkju svo og Sigvalda bróður mínum. Hér á eftir fer minningargrein sem ég skrifaði um Sirrý, eins og hún var jafnan kölluð. Minningargreinin birtist í Morgunblaðinu í dag. Greinina rammaði ég inn (inclusio) með tilvísunum i tvo texta úr Gamla testamentinu sem mér fannst hæfa tilefninu.

  Áfram...
Flateyjarár Sigvalda afa í tilefni 125 ára afmælis hans

08.25 14/1/06

Í gær voru liðin 125 ár frá fæðingu Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) afa míns. Af því tilefni kom fjölskyldan saman á heimili Sigvalda bróður míns í gærkvöldi. Hefur fjölskyldan haft það fyrir venju um langt árabil að hittast sem næst afmælisdeginum, 13. janúar, ýmist heima hjá einhverjum niðja afa eða í kaffisamsæti í veislusal úti í bæ enda niðjarnir orðnir margir. Í tilefni dagsins birti ég hér punkta sem ég studdist við er ég flutti ávarp við afhjúpun minnisvarða um afa í Flatey á Breiðafirði 7. áhúst 2004 en þar stafaði hann sem læknir á árunum 1926 til 1929. Áður hef ég birt hér á vefsíðunni sitthvað um Ármúlaár afa og Grindavíkurár hans. Áfram…

Nostalgísk Selfoss-Tuðra

13.12 7/1/06

Besta jólagjöf mín í ár beið mín hér heima í Bollagörðunum á Seltjarnarnesi er ég kom heim úr fjögurra mánaða útlegð minni í Englandi og Danmörku 29. desember. Var þar um að ræða sendingu frá Bárði Guðmundssyni, æskuvini mínum á Selfossi, bekkjarbróður og sessunaut í barnaskóla, fótbolafélaga og vini allar götur síðar. Jólasendingin frá Bárði hafði að geyma hátíðarútgáfu Knattspyrnudeildar Selfoss. Þetta ágæta rit nefna útgefendur þess TUÐRUNA og er hún gefin út í tilefni af 50 ára afmæli knattspyrnudeildarinnar (1955-2005). Áfram…

170 ár frá fæðingu Matthíasar Jochumssonar í dag

17.03 11/11/05

Í dag hlýt ég að minnast þess að 170 ár eru liðin frá fæðingu þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar (1835-1920). Ég hafði verið beðinn að tala um sálma hans á málþingi sem stóð til að halda um hann í dag og á morgun (á Akureyri og í Reykjavík) en þinginu var frestað um eitt ár. Áfram…

Minningargrein um Arnþrúði Sigurðardóttur (23.10.1919-25.3.2005)

12.45 29/3/05

Um það leyti sem fréttin barst af andláti Dúddu, ekkju Dadda (Þórðar Kaldalóns) móðurbróður míns, stóð yfir tiltekt á heimili mínu fyrir páskahátíðina. Er ég fór í gegnum pappírsbunka einn komu í ljós nokkur sendibréf sem faðir minn, Jón Gunnlaugsson, hafði skrifað tengdamóður sinni, Karen Margrete Kaldalóns, frá Reykhólum í Barðastrandarsýslu er hann var læknir þar. Það var óneitanlega merkileg tilviljun að fyrsta bréfið reyndist vera skrifað í tilefni af andláti Dadda hinn 16. apríl 1948. Hann var aðeins 33 ára að aldri er hann lést úr ólæknandi sjúkdómi. Áfram…

Á afmælisdegi mömmu 27. desember 2004. – Fáein minningarbrot um Selmu Kaldalóns móður mína (1919-1984)

16.51 31/12/04

Nú í vikunni (27.12) hefði móðir mín, Selma Kaldalóns, orðið 85 ára. Í tilefni dagsins sló ég í inn á tölvuna nokkur minningarbrot um hana. Í þessum mánuði eru jafnframt liðin tuttugu ár frá því að hún lést af völdum slyss sem hún varð fyrir. Afmælisdagurinn varð mér tilefni til að hugleiða hver voru helstu einkenni móður minnar, enda hefur mig lengi langað til að skrifa eitthvað í minningu hennar. Það geri ég fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og e.t.v. nánustu ættingja. Áfram…

Bernskuminning: Blaðamaður eða boxari!

15.33 27/8/04

Þegar ég var á bilinu sjö til níu ára og bjó á Selfossi var ég oft spurður þeirrar spurningar hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Það er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi enda börn iðulega spurð þessarar spurningar. En svar mitt vakti jafnan óskipta athygli og gjarnan hlátur fullorðna fólksins. Ég svaraði nefnilega ætíð á sama veg: „Annað hvort blaðamaður eða boxari.” Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli