gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Enn í minningu Sigvalda afa: Ármúlaárin

09.08 21/6/04

Upp á síðkastið hef ég verið að kynna mér ýmislegt úr ævi afa míns, Sigvalda s. Kaldalóns (1881-1946) læknis og tónskálds. Ástæðan er ekki síst sú að ég hef verið beðinn að flytja stutt erindi um hann er reistur verður minnisvarði um hann í Flatey í ágústmánuði næstkomandi en þar starfaði hann á árunum 1926 til 1929. Af þessu tilefni briti ég hér stutt erindi er ég flutti af svipuðu tilefni í Hólmavíkurkirkju fyrir nokkrum árum. Tilefnið var að þá (1999) var verið að reisa minnisvarða um hann inni í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp. Áður (1996) hafði verið reistur minnisvarði um hann í Grindavík og kom þá einnig í minn hlut að flytja ávarp sem ég hef þegar birt hér á vefnum. Ég lít á vefsíðu mína sem heppilegan vettvang til að halda slíku efni til haga.

Áfram…

Í minningu Sigvalda afa: Grindavíkurárin

13.53 11/6/04

Afi minn Sigvaldi S. Kaldalóns, læknir og tónskáld, lést árið 1946. Sjálfur fæddist ég ekki fyrr en sex árum eftir andlát hans. Sigvalda afa minn hitti ég því aldrei, ekki frekar en hinn afa minn og alnafna, Gunnlaug Andreas Jónsson, verslunarstjóra í Höfn við Bakkafjörð. En auðvitað heyrði ég mikið af þeim báðum í bernsku og einkum var minning Sigvalda afa míns lifanda á æskuheimili mínu. Oft sofnaði ég við það að mamma var að spila lögin hans á flygelinn hans eða þá að ég vaknaði við sömu tónlist að morgni. Margar sögur heyrði ég líka af honum í bernsku. Hér á eftir birti ég ávarp sem ég flutti í Grindavík 1996 í tilefni af því þar var verið að reisa honum minnisvarða. Síðan hefur honum verið reistur minnisvarði í Kaldalóni og ætlunin er að honum verði reistur minnisvarði í Flatey í sumar. Áfram…

Velgjörðarmanns og vinar minnst: 80 ár frá fæðingu dr. Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors

07.58 9/6/04

Í dag hefði dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor (9. júní 1924 – 26. febr. 1995) orðið 80 ára. Hann var tvímælalaust einhver áhrifamesti guðfræðingur okkar Íslendinga. Hann sat kennslustólinn í gamlatestamentisfræðum í 40 ár og höfðu aðeins tveir menn aðrir setið þann stól á undan honum frá stofnun Háskóla Íslands, þ.e. þeir sr. Haraldur Níelsson (1868-1928) og sr. Ásmundur Guðmundsson (1888-1969). Í tilefni dagsins fer ég hér á eftir nokkrum orðum um þennan góða vin minn og velgjörðarmann, þann kennara minn sem mest hafði áhrif á mig og mestu réð um hvaða stefnu ég tók í guðfræðimenntun minni og -iðkun. Ég mun alltaf minnast Þóris með miklu þakklæti og söknuði. Skrif mín hér að neðan byggja að hluta til á minningargrein minni um hann og einnig að nokkru á grein sem ég skrifaði um hann sjötugan. Loks birti ég hér þá grein Þóris sem, að mínu mati, lýsir best guðfræði hans. Áfram…

· Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli