gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Dagskrá í minningu Haralds Níelssonar á morgun

15.12 29/11/08 - 0 ath.

Sit við skriftir, er að undirbúa erindi sem ég hef tekið að mér að flytja á morgun á málþingi sem helgað er minningu Haralds Níelssonar prófessors (1868-1928) í tilefni af því að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og 100 frá því að út kom ný þýðing Biblíunnar sem hann átti stærri hlut í en nokkur annar. Ég mun í erindi mínu fjalla nokkuð um þýðingarstarf hans. Áfram…

Til Portúgals

04.53 31/7/08 - 0 ath.

Nú á eftir liggur leiðin til Portúgals, á þing evrópskra biblíufræðinga í Lissabon.

Fréttir greindu frá því í gærkvöldi að þegar hitametin féllu á Íslandi, hvert af öðru, hefði verið heitara hér heima en á ströndum Algarve. Helst vil ég vera heima um hásumarið, en svo margt spennandi var í boði á þinginu í Lissabon, m.a. áhrifasaga Biblíunnar og fornleifafræði, að ég lét glepjast.

Af biblíulestri, Síraksbók og gagnrýni

14.10 23/4/08 + 2 ath.

Að beiðni Árna Svans Daníelssonar, vefstjóra kirkjunnar, skrifaði ég stuttan pistil um sjálfvalið efni á trú.is og eftir stutta umhugsun og í talsverðum flýti skrifaði ég fáein orð um reynslu mína af daglegum biblíulestri. Áfram…

Gestaboð Babettu páskamynd mín í ár

16.29 23/3/08 + 1 ath.

Slæm flensa hefur sett mark sitt á dymbilvikuna hjá mér svo og páskana. Hef varla farið út úr húsi þessa daga. Í gær var ég dúðaður undir sæng í sófanum og horfði á eina af mínum uppáhaldskvikmyndum, hina dönsku Babettes gæstebud (1987).

Áfram…

Um notkun Sálms 23 í kvikmyndum

23.16 5/11/07 + 2 ath.

Fyrir fáeinum árum birti ég opinberlega grein um notkun og túlkun Sálms 23 í kvikmyndum. Öruggt má teljast að enginn texti úr Gamla testamentinu er jafnmikið notaður í kvikmyndum og Sálmur 23 og mér er til efs að nokkur texti úr Nýja testamentinu hafi eins mikla áhrifasögu á þessu sviði menningarinnar og hinn vinsæli sálmur Drottinn er minn hirðir (The Lord is my Sheperd). Hér á eftir fer hrá gerð umfjöllunar minnar um sálminn. Áfram…

Menningaráhrif Biblíunnar – Prédikun

20.34 22/10/07 + 3 ath.

Ég flutti í gær prédikun, sem var líklega nær erindi, (kennsluprédikun?) í Langholtskirkju í tilefni af útgáfu nýju Biblíunnar. Prédikunin fer hér á eftir. Áfram…

Snilldin sem hvarf

13.11 9/6/07 + 2 ath.

   Hér hafði ég í morgun sett inn einhverja almestu snilld sem ég hef nokkru sinni skrifað, en að sjálfsögðu náði það ekki að festast inni. Hvarf eitthvað út í himingeiminn. Áfram…

Hvar fæðast hugmyndirnar?

22.22 8/6/07 + 6 ath.

Margir kannast við það að andríkið vill bregðast þegar setið er við skrifborð og reynt að leysa úr einhverju fræðilegu vandamáli. Hvað er þá til ráða? Hvar fæðast hugmyndirnar helst? Áfram…

Paradísarmissir í helfararkvikmyndum

08.31 9/3/07 - 0 ath.

Á hugvísindaþingi í dag tek ég þátt í málstofunni Trú, menning og samfélag ásamt starfsbræðrum mínum, dr. Hjalta Hugasyni og dr. Pétri Péturssyni. Þar fjalla ég um efnið “Paradísarmissir í nokkrum helfararkvikmyndum.” Myndirnar sem ég nota sem dæmi eru The Seach (1948), Kapo (1960), The Pawnbroker (1964), Il giardiono dei Finzi Contini (197o) og The Pianist (2002). Með dæmum verður sýnt hversu stóru hlutverki hið biblíulega stef paradísarmissir gegnir í myndunum og hvernig því er teflt fram sem andstöðu gegn ólýsanlegri illsku helfararinnar. Málstofan verður frá kl. 15 til 16:30 í stofu A 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

“Útrás” íslenskrar guðfræði í nafni Tarkovskís

09.14 12/1/07 - 0 ath.

Fyrir fáeinum dögum fékk ég í hendur bókina Through the Mirror. Reflections on the Films of Andrei Tarkovsky. Bókin kom út rétt fyrir jól hjá enska fyrirtækinu Cambridge Scholars Press. Við sem að bókinni stöndum erum býsna ánægð með hvernig til hefur tekist en vissuleg hefur meðgöngutíminn verið nokkuð langur. Höfum við leyft okkur að grípa til tískuorðsins “útrás” og talað um útrás íslenskrar guðfræði í nafni Tarkovskís í þessu sambandi. Áfram…

Áhrifaríkt erindi um fíkniefnaneyslu

16.34 1/12/06

Ég minnist þess ekki að Rótarýfélagar mínir hafi hlustað af jafnmikilli athygli á nokkurt erindi og það sem Njörður P. Njarðvík flutti hjá Rótarýklúbbi Seltjarnarness í hádeginu í dag. Hann fjallaði um fíkniefnavandann og erindi hans var á persónulegum nótum enda hefur Njörður kynnst vandanum svo um munar gegnum son sinn sem hefur verið háður heróíni í meira en tvo áratugi. Hér var fjarri því um að ræða hlutlausa eða fræðilega umfjöllun enda lagði Njörður áherslu á að hann væri alls enginn sérfræðingur á þessu sviði. Hann hefði hins vegar kynnst vandanum af eigin raun. Áfram…

Tvöföld þátttaka á hugvísindaþingi

21.37 31/10/06

Það verður í nógu að snúast hjá mér í vikulokin. Hugvísindaþing stendur frá kl. 13 á föstudag og til kl. 17 á laugardag. Mikill fjöldi af málstofum með mjög fjölbreytilegum fyrirlestrum ber nóneitanlega vitni um grósku í rannsóknum á sviði hugvísinda við Háskóla Íslands nú um stundir. Áfram…

Alltaf gott í Cambridge

21.34 29/10/06

Fyrri hluta síðustu viku dvaldist ég sem oftar úti í Cambridge og var við fræðagrúsk á biblíufræðasetrinu Tyndale House. Þar er eitthvert besta biblíufræðabókasafn í heimi og þar þekki ég svo vel til að jafnvel aðeins tveggja til þriggja daga heimsókn getur reynst mjög notadrjúg. Áfram…

Tímabær umræða um bókaskort Háskólabókasafns

08.39 11/7/06 + 5 ath.

Hún er sannarlega tímabær umræðan um bókaskort Háskólabókasafnsins (Þjóðarbókhlöðunnar). Þakka ber Guðna Elíssyni dósent í hugvísindadeild fyrir grein hans í Lesbók Mbl 1. júlí síðastliðinn sem varð til að umræðan fór af stað. Í dag birtir Morgunblaðið leiðara um málið undir yfirskriftinni “Klipið” af gæðakröfunum? Við í guðfræðideildinni könnumst svo sannarlega við þann vanda sem hér er til umræðu. Áfram…

Hæðirnar girðast fögnuði – Náttúrulýsingar í Saltaranum

07.04 30/6/06

Þrátt fyrir yfirskrift þessa pistils míns er í raun hæpið að tala um náttúru­lýsingar í Saltaranum, þ.e. í Davíðssálmum Gamla testamentisins. Hugtakið náttúra eða hebresk hliðstæða þess kemur nefnilega ekki fyrir, hvorki í Saltararnum né í Gamla testamentinu yfirleitt. Erindið sem hér fer á eftir var flutt á kirkjudögum í Strandarkikrju 25. júlí 2004 og birti ég það nú á vefsíðu minni í tilefni af rannsókn minni á hebresku kveðskaparformi nú í sumar. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli