gunnlaugur.annáll.is

AnnállAf fréttum og fjölmiðlumÁhrif G.t. í samtíðinniBókakynningarDagbókG.t.-fræðingurinn Guðfr.-alm. Guðfræðideild Gyðingd./ Ísrael Íþróttir KennslaKirkjan KvikmyndirMenningMinnisstæðar persónur og viðburðirRannsóknir og fyrirlestrar
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

700. sýning Deus ex cinema

Gunnlaugur A. Jónsson @ 06.59 27/10

Það var afmælissýning hjá Deus ex cinema síðastliðið laugardagskvöld, 700. sýningin frá stofnun klúbbsins. Sýnd var franska myndin Les quatre cents coup/ The 400 Blows  í leikstjórn François Truffaut: 1959. Félagsmenn fengu að velja úr sjö myndum á þessari hátíðarsýningu, sjö félagar voru mættir til leiks á sjöunda kvöldi vikunnar. Áfram…

Sköpun eða aðskilnaður? Fjölmiðlar ræða sköpunarsöguna

Gunnlaugur A. Jónsson @ 12.07 13/10

Staðhæfing prófessors Ellen van Wolde í gær um að fyrsta vers Biblíunnar eigi að þýða á annan hátt hefur vakið meiri athygli en efni standa til. Hin hefðbunda þýðing á upphafsversinu „í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ hefur löngum verið umdeild og margir virtir guðfræðingar hafa hafnað því að um sé að ræða sköpun úr engu, og telja að í þess stað sé verið að lýsa óreiðu sem var í upphafi þegar Guð hóf sköpunarstarf sitt. Áfram…

KK með persónulega trúarjátningu

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.25 12/10

Tónlistarmaðurinn kunni KK flutti persónulega trúarjátningu sína fyrir fullri Seltjarnarneskirkju í guðsþjónustu þar kl. 11 í gær. Vafalaust hefur koma KK í kirkjuna átt mestan þátt í hinni miklu aðsókn, en guðsþjónustan var liður í forvarnarátaki á vegum bæjarfélagsins. Áfram…

Seltjarnarnesið – visælt útivistarsvæði

Gunnlaugur A. Jónsson @ 10.02 11/10

Mér virðist sem vinsældir Seltjarnarnessins sem útivistarsvæðis séu sífellt að aukast. Á morgungöngu minni áðan, út að Snoppu og Gróttu og síðan eftir Kotagranda og út  að Suðurnesi og síðan fram með Bakkavíkinni, urðu á vegi mínum ekki færri en fjórir menn klifjaðir stórum ljósmyndavélum auk allmargs fólks í hefðbundinni morgungöngu, að ógleymdum trimmurunum. Og golfaranir mæta til leiks nánast alla daga ársins á golfvellinum úti í Suðurnesi.  Áfram…

“Driving Miss Daisy” í minningu Bambi

Gunnlaugur A. Jónsson @ 13.39 10/10

Óskarsverðlaunamyndin “Driving Miss Daisy” frá árinu 1989 hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hugljúf mynd þar sem söguþráðurinn gæti virst svo lítill að ekki tæki því að gera mynd um hann. Annað kemur á daginn og er leikur þeirra Morgan Freemans og Jessicu Tandy hreint út sagt stórkostlegur og eigu þau mestan þátt í hve myndin er góð. Áfram…

Kiljan -Með dauflegra móti en góð samt

Gunnlaugur A. Jónsson @ 23.33 7/10

Það er til marks um hve góður bókmenntaþátturinn Kiljan er að mér fannst hann með dauflegra móti í kvöld en býsna góður samt. Ég læt þennan þátt Egils Helgasonar helst aldrei framhjá mér fara, en Silfur Egils er ég alveg hættur að horfa á. Tók ekki neina ákvörðun um það, heldur gerðist það bara. Hin póltíska umræða er ekki til þess fallin að létta manni lund. Áfram…

Snjóaði undir stefnuræðu – Sigmundur Davíð bestur

Gunnlaugur A. Jónsson @ 00.04 6/10 + 2 ath.

Var það táknrænt að það skyldi snjóa fyrir utan Alþingishúsinu í kvöld er Jóhanna forsætisráðherra flutti þar stefnuræðu sína í kvöld? Mér fannst það. Og ekki var mikill fagnaðarboðskapur í ræðunni og þess tæpast að vænta. Hundrað milljarðar króna bara í vexti á ári! Áfram…

Afastelpur í Vesturheimi heilsa upp á kisurnar

Gunnlaugur A. Jónsson @ 08.25 22/9

Það urðu fagnaðarfundi á heimilinu í gærkvöldi þegar afastelpurnar tvær í New York, Elísabet Una 7 ára og Kristrún 4 ára, birtust á tölvuskjánum  hér og ekki varð ánægja þeirra minni er þær sáu “gegnum Skype” að kisurnar þeirra tvær voru uppi á skrifborðinu hjá afa og ömmu og birtust þeim ljóslifandi í nærmynd. Áfram…

Glæstur sigur Selfyssinga í 1. deild

Gunnlaugur A. Jónsson @ 13.55 20/9

Vana mínum trúr hélt ég austur fyrir fjall í gær til að sjá síðasta leik sumarsins hjá sigursælu liði Selfyssinga í 1. deildinni í fótbolta. Haukar úr Hafnarfirði gátu náð Selfossi að stigum ef Selfoss tapaði sínum leik, gegn gamla stórveldi Skagamanna. Áfram…

Jesaja annar og kreppan

Gunnlaugur A. Jónsson @ 12.50 19/9 + 2 ath.

Nú á haustmisseri kenni ég námskeið í ritskýringu Gamla testamentisins: Síðari spámenn. Megináherslan hvílir á  köflum 40-55 í Jesajaritinu sem góð samstaða fræðimanna er um að eigin rætur sínar að rekja til spámanns sem starfað hafi meðal útlægra Gyðinga í Babýlon í kringum 540 f.Kr. Þarna er fluttur huggunarboskapur, þjóð í útlegð og kreppu er boðuð von. Áfram…

Frábær stemmning í gærkvöldi – Selfoss í úrvalsdeild!

Gunnlaugur A. Jónsson @ 21.39 5/9 + 2 ath.

Ekki sá ég eftir því að hafa haldið enn eina ferðina austur fyrir fjall í gærkvöldi. Komið var að úrslitastund fyrir léttleikandi fótboltalið Selfyssinga. Möguleiki á að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu knattspyrnu á Selfossi. Ekki vildi ég missa af þeim tímamótum og sigurinn vannst með glæsibrag. Áfram…

Hagur Selfyssinga vænkast á ný

Gunnlaugur A. Jónsson @ 14.35 22/8

Það var ánægjulegt að skreppa austur fyrir fjall í gærkvöldi og sjá enn einn leik knattspyrnuliðs Selfyssinga í 1. deildinni. Nokkur skjálfti virtist kominn í Selfyssinga eftir heldur dapurt gengi að undanförnu þar sem gott forskot þeirra í deildinni var komið niður í eitt stig. En í gærkvöldi vannst góður 3-1 sigur á ágætu liði Leiknis úr Reykjavík. Áfram…

Að sjá hlutina fyrir eftir á – skemmtilegt viðtal við sextugan rithöfund

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.52 22/8

Þórarinn Eldjárn rithöfundur var að hlaupa hér framhjá glugganum rétt áðan eftir Norðurströndinni á Seltjarnarnesi. Hann er meðal þúsunda sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu í dag. Ég veitti Þórarni einkum  athygli vegna þess að ég hafði fyrr í morgun verið að lesa áhugavert og læsilegt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við hann í Morgunblaðinu. Áfram…

Þögnin mikla á sýningu 677 hjá Deus ex cinema

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.05 12/8

Starf Deus ex cinema hefur verið með hefðbundnum hætti í sumar þrátt fyrir veðurblíðuna hér sunnanlands – vikulegar sýningar á þriðjudagskvöldum og hef ég mætt á þær flestar. Í gærkvöldi sýndi Bjarni Randver Sigurvinsson hinn sérstæða spaghettí vestra Il grande silenzio eða Þögnina miklu í leikstjórn Sergio Corbucci. Spaghettí-vestrarnir eru í miklum metum hjá Bjarna og skipar þessi þar heiðurssæti. Áfram…

Enn verri fréttir í vændum?

Gunnlaugur A. Jónsson @ 09.36 9/8

Norskur starfsbróðir minn, sem ég hitti á ráðstefnu fyrir einum mánuði, spurði mig hvort það versta væri ekki gengið yfir á Íslandi. Ég svaraði því til að því miður væri fátt sem benti til þess, þvert á móti virtist sem ástandið ætti eftir að versna umtalsvert áður en það færi að batna á ný.  Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© gunnlaugur.annáll.is · Færslur · Ummæli